Ruslfæði meiri skaðvaldur en reykingar Birta Björnsdóttir skrifar 22. maí 2014 20:45 Árlegur stefnufundur alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar stendur nú yfir í Sviss. Oliver De Schutter, sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt þar býsna harðorða ræðu þar sem hann gagnrýndi harðlega aðgerðarleysi gegn offitu og óhollum mat í heiminum. Hann benti á að þjóðir heims verði að taka höndum saman til að sporna gegn óhollu matarræði, sem sé nú stærsta ógn við heilbrigði jarðarbúa. Meiri skaðvaldur en sígarettur og annað tóbak. En hvað getum við gert? „Það er mikilvægast að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, það kemur öllum til góða,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis. „Það er til dæmis hægt með því að hækka álög á óhollustu, til dæmis sykraða gos- og svaladrykki, sælgæti og fleira og lækka álögur á hollustu. Einnig má fylgja betur eftir að takamarka auglýsingar á óhollustu sem beint er að börnum.“ Þetta eru svipaðar hugmyndir og alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur bent á undanfarin ár. Hér á landi hefur margt verið gert til að bæta matarræði og heilsu landsmanna og einhver árangur náðst í þeim efnum. Nýjustu upplýsingar frá landlæknisembættinu benda til þess að um 21% fullorðinna Íslendinga flokkist sem of feitir (BMI ≥30). Mælingar benda til mikillar aukningar í þessum hópi frá 1990 til 2007 en að síðan hafi hægt á þróuninni. Tæp 5% níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu flokkast of feit og 18,5% of þung. Á síðari hluta 20. aldar var mikil auking á hlutfalli þeirra barna sem flokkuðust of þung eða of feit en mælingar undanfarinn áratug benda ekki til merkjanlegrar aukningar hvað þetta varðar. Þá hefur dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma stórlækkað undanfarin ár og áratugi samhliða því að neysluvenjur landsmanna hafa þokast í rétta átt með minni neyslu á mettaðri fitu og transfitusýrum og aukinni neyslu ávaxta og grænmetis. „Það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Hólmfríður. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Árlegur stefnufundur alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar stendur nú yfir í Sviss. Oliver De Schutter, sérfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt þar býsna harðorða ræðu þar sem hann gagnrýndi harðlega aðgerðarleysi gegn offitu og óhollum mat í heiminum. Hann benti á að þjóðir heims verði að taka höndum saman til að sporna gegn óhollu matarræði, sem sé nú stærsta ógn við heilbrigði jarðarbúa. Meiri skaðvaldur en sígarettur og annað tóbak. En hvað getum við gert? „Það er mikilvægast að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, það kemur öllum til góða,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis. „Það er til dæmis hægt með því að hækka álög á óhollustu, til dæmis sykraða gos- og svaladrykki, sælgæti og fleira og lækka álögur á hollustu. Einnig má fylgja betur eftir að takamarka auglýsingar á óhollustu sem beint er að börnum.“ Þetta eru svipaðar hugmyndir og alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur bent á undanfarin ár. Hér á landi hefur margt verið gert til að bæta matarræði og heilsu landsmanna og einhver árangur náðst í þeim efnum. Nýjustu upplýsingar frá landlæknisembættinu benda til þess að um 21% fullorðinna Íslendinga flokkist sem of feitir (BMI ≥30). Mælingar benda til mikillar aukningar í þessum hópi frá 1990 til 2007 en að síðan hafi hægt á þróuninni. Tæp 5% níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu flokkast of feit og 18,5% of þung. Á síðari hluta 20. aldar var mikil auking á hlutfalli þeirra barna sem flokkuðust of þung eða of feit en mælingar undanfarinn áratug benda ekki til merkjanlegrar aukningar hvað þetta varðar. Þá hefur dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma stórlækkað undanfarin ár og áratugi samhliða því að neysluvenjur landsmanna hafa þokast í rétta átt með minni neyslu á mettaðri fitu og transfitusýrum og aukinni neyslu ávaxta og grænmetis. „Það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Hólmfríður.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira