Hafa legið í dvala í fimmtán ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júlí 2015 10:30 Sveppi, Róbert Örn og Steindór Ingi eru æskuvinir og ná sérlega vel saman í tónlistinni. „Þetta er sextán ára gamalt band sem hefur samt legið í dvala í fimmtán ár. Við erum búnir að taka tvö gigg á þessum sextán árum,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Spilagaldra. Hann skipar sveitina ásamt Sverri Þór Sverrissyni, sem er líklega best þekktur sem Sveppi, og Steindóri Inga Snorrasyni. Sveppi hefur í gegnum tíðina sýnt það og sannað að hann kann að syngja. „Mér líður ekki eins og frontmanni í bandi en það á eftir að koma reynsla á það þegar á líður. Mér finnst gaman að syngja og það er sérstaklega gaman að syngja sín eigin lög með sínum bestu vinum,“ segir Sveppi spurður um sönginn. Spilagaldrar sendi á dögunum frá sér sitt þriðja smáskífulag en lagið ber nafnið Sveitasæla. „Steindór samdi þetta lag og það varð til í fyrstu tilraun, það var bara ýtt á „rec“ og þá varð lagið til. Sveppi samdi næstum því allan textann samtímis þegar ýtt var á rec. Þetta var rosalegt. Við editeruðum svo aðeins textann mörgum árum síðar þegar lagið var tekið upp aftur í stúdíói. En það voru ekki gerðar margar breytingar,“ segir Róbert Örn spurður út í lagið. Þeir félagar vinna hörðum höndum að því að klára sína fyrstu breiðskífu og reyna eftir fremsta megni að komast í sama gír og þeir voru í fyrir sextán árum. „Ég vil bara búa til músík og vinna á bensínstöð eins og í þá daga. Ég er í sama fíling og fyrir sextán árum og er meira að segja að vinna sem afleysingakanslari á sömu bensínstöð og ég vann á á þessum tíma,“ segir Róbert Örn og hlær. Hann vill þó ekki gefa upp hvenær fyrsta platan kemur út en lofar hins vegar frábærri plötu þegar hún kemur loksins út. Nýja myndbandið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er sextán ára gamalt band sem hefur samt legið í dvala í fimmtán ár. Við erum búnir að taka tvö gigg á þessum sextán árum,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Spilagaldra. Hann skipar sveitina ásamt Sverri Þór Sverrissyni, sem er líklega best þekktur sem Sveppi, og Steindóri Inga Snorrasyni. Sveppi hefur í gegnum tíðina sýnt það og sannað að hann kann að syngja. „Mér líður ekki eins og frontmanni í bandi en það á eftir að koma reynsla á það þegar á líður. Mér finnst gaman að syngja og það er sérstaklega gaman að syngja sín eigin lög með sínum bestu vinum,“ segir Sveppi spurður um sönginn. Spilagaldrar sendi á dögunum frá sér sitt þriðja smáskífulag en lagið ber nafnið Sveitasæla. „Steindór samdi þetta lag og það varð til í fyrstu tilraun, það var bara ýtt á „rec“ og þá varð lagið til. Sveppi samdi næstum því allan textann samtímis þegar ýtt var á rec. Þetta var rosalegt. Við editeruðum svo aðeins textann mörgum árum síðar þegar lagið var tekið upp aftur í stúdíói. En það voru ekki gerðar margar breytingar,“ segir Róbert Örn spurður út í lagið. Þeir félagar vinna hörðum höndum að því að klára sína fyrstu breiðskífu og reyna eftir fremsta megni að komast í sama gír og þeir voru í fyrir sextán árum. „Ég vil bara búa til músík og vinna á bensínstöð eins og í þá daga. Ég er í sama fíling og fyrir sextán árum og er meira að segja að vinna sem afleysingakanslari á sömu bensínstöð og ég vann á á þessum tíma,“ segir Róbert Örn og hlær. Hann vill þó ekki gefa upp hvenær fyrsta platan kemur út en lofar hins vegar frábærri plötu þegar hún kemur loksins út. Nýja myndbandið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira