Hafa legið í dvala í fimmtán ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júlí 2015 10:30 Sveppi, Róbert Örn og Steindór Ingi eru æskuvinir og ná sérlega vel saman í tónlistinni. „Þetta er sextán ára gamalt band sem hefur samt legið í dvala í fimmtán ár. Við erum búnir að taka tvö gigg á þessum sextán árum,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Spilagaldra. Hann skipar sveitina ásamt Sverri Þór Sverrissyni, sem er líklega best þekktur sem Sveppi, og Steindóri Inga Snorrasyni. Sveppi hefur í gegnum tíðina sýnt það og sannað að hann kann að syngja. „Mér líður ekki eins og frontmanni í bandi en það á eftir að koma reynsla á það þegar á líður. Mér finnst gaman að syngja og það er sérstaklega gaman að syngja sín eigin lög með sínum bestu vinum,“ segir Sveppi spurður um sönginn. Spilagaldrar sendi á dögunum frá sér sitt þriðja smáskífulag en lagið ber nafnið Sveitasæla. „Steindór samdi þetta lag og það varð til í fyrstu tilraun, það var bara ýtt á „rec“ og þá varð lagið til. Sveppi samdi næstum því allan textann samtímis þegar ýtt var á rec. Þetta var rosalegt. Við editeruðum svo aðeins textann mörgum árum síðar þegar lagið var tekið upp aftur í stúdíói. En það voru ekki gerðar margar breytingar,“ segir Róbert Örn spurður út í lagið. Þeir félagar vinna hörðum höndum að því að klára sína fyrstu breiðskífu og reyna eftir fremsta megni að komast í sama gír og þeir voru í fyrir sextán árum. „Ég vil bara búa til músík og vinna á bensínstöð eins og í þá daga. Ég er í sama fíling og fyrir sextán árum og er meira að segja að vinna sem afleysingakanslari á sömu bensínstöð og ég vann á á þessum tíma,“ segir Róbert Örn og hlær. Hann vill þó ekki gefa upp hvenær fyrsta platan kemur út en lofar hins vegar frábærri plötu þegar hún kemur loksins út. Nýja myndbandið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er sextán ára gamalt band sem hefur samt legið í dvala í fimmtán ár. Við erum búnir að taka tvö gigg á þessum sextán árum,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Spilagaldra. Hann skipar sveitina ásamt Sverri Þór Sverrissyni, sem er líklega best þekktur sem Sveppi, og Steindóri Inga Snorrasyni. Sveppi hefur í gegnum tíðina sýnt það og sannað að hann kann að syngja. „Mér líður ekki eins og frontmanni í bandi en það á eftir að koma reynsla á það þegar á líður. Mér finnst gaman að syngja og það er sérstaklega gaman að syngja sín eigin lög með sínum bestu vinum,“ segir Sveppi spurður um sönginn. Spilagaldrar sendi á dögunum frá sér sitt þriðja smáskífulag en lagið ber nafnið Sveitasæla. „Steindór samdi þetta lag og það varð til í fyrstu tilraun, það var bara ýtt á „rec“ og þá varð lagið til. Sveppi samdi næstum því allan textann samtímis þegar ýtt var á rec. Þetta var rosalegt. Við editeruðum svo aðeins textann mörgum árum síðar þegar lagið var tekið upp aftur í stúdíói. En það voru ekki gerðar margar breytingar,“ segir Róbert Örn spurður út í lagið. Þeir félagar vinna hörðum höndum að því að klára sína fyrstu breiðskífu og reyna eftir fremsta megni að komast í sama gír og þeir voru í fyrir sextán árum. „Ég vil bara búa til músík og vinna á bensínstöð eins og í þá daga. Ég er í sama fíling og fyrir sextán árum og er meira að segja að vinna sem afleysingakanslari á sömu bensínstöð og ég vann á á þessum tíma,“ segir Róbert Örn og hlær. Hann vill þó ekki gefa upp hvenær fyrsta platan kemur út en lofar hins vegar frábærri plötu þegar hún kemur loksins út. Nýja myndbandið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira