Vilja fá pítsu eftir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júní 2015 09:00 Hljómsveitin alt-J er þekkt fyrir að hafa mikið ljósashow á tónleikum sínum. nordicphotos/getty Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira