Reka barnaheimili í Nepal í kjölfar mótorhjólaferðar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2015 09:00 Einar er einn stofnenda Íslands-Nepals og hvetur hann alla sem geta til þess að mæta á tónleikana. Vísir/Pjetur Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira