Tyggjótattú fylgir hverri plötu 20. maí 2015 12:00 Steinunn hvetur gesti til að mæta með tattúin á tónleikana, og vera í litum sem passa við sjávar þemað. Fréttablaðið/Ernir „Mér fannst mjög mikilvægt að það fylgdi tattoo með plötunni. Ég sagði það við þau í Mengi og þau redduðu því bara,“ segir Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip. Platan heitir Nótt á hafsbotni, og er ósjálfstætt framhald af fyrri plötu hennar, Glamúr í geimnum, sem fjallaði um geiminn og óravíddir hans. „Nýja platan fjallar um það sem margir segja að sé andstæða geimsins, hafsbotninn. Ég held að fólk viti mun meira um til dæmis tunglið en hafsbotninn. Ég fattaði allt í einu hvað þetta er líkt, til dæmis er jafn mikið myrkur á hafsbotninum og í geimnum. Svo lýsa stjörnurnar geiminn upp alveg eins og á hafsbotni eru fiskar sem lýsa,“ segir hún. Á nýju plötunni eru tólf lög, ásamt forspili og eftirspili. „Ég þurfti að ákveða nöfn á helming laganna fyrirfram, og svo valdi ég bara hvaða lög pössuðu við hvaða nafn. Mér fannst líka mikilvægt að hafa intro og endi, það gefur svona tóninn fyrir það hvernig manni á eftir að líða að hlusta á plötuna.“ Hún segir plötuna hafa átt að vera með sumarslögurum, en þar sem hún var tekin í vetur breyttist það. „Ég tók hana upp í húsum ættingja minna úti í sveit. Það var svo ógeðslega kalt og dimmt og svo voru draugasögur í útvarpinu, þannig að hún varð smá drungaleg.“Útgáfutónleikarnir verða haldnir þann 3. júní í Mengi. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Mér fannst mjög mikilvægt að það fylgdi tattoo með plötunni. Ég sagði það við þau í Mengi og þau redduðu því bara,“ segir Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip. Platan heitir Nótt á hafsbotni, og er ósjálfstætt framhald af fyrri plötu hennar, Glamúr í geimnum, sem fjallaði um geiminn og óravíddir hans. „Nýja platan fjallar um það sem margir segja að sé andstæða geimsins, hafsbotninn. Ég held að fólk viti mun meira um til dæmis tunglið en hafsbotninn. Ég fattaði allt í einu hvað þetta er líkt, til dæmis er jafn mikið myrkur á hafsbotninum og í geimnum. Svo lýsa stjörnurnar geiminn upp alveg eins og á hafsbotni eru fiskar sem lýsa,“ segir hún. Á nýju plötunni eru tólf lög, ásamt forspili og eftirspili. „Ég þurfti að ákveða nöfn á helming laganna fyrirfram, og svo valdi ég bara hvaða lög pössuðu við hvaða nafn. Mér fannst líka mikilvægt að hafa intro og endi, það gefur svona tóninn fyrir það hvernig manni á eftir að líða að hlusta á plötuna.“ Hún segir plötuna hafa átt að vera með sumarslögurum, en þar sem hún var tekin í vetur breyttist það. „Ég tók hana upp í húsum ættingja minna úti í sveit. Það var svo ógeðslega kalt og dimmt og svo voru draugasögur í útvarpinu, þannig að hún varð smá drungaleg.“Útgáfutónleikarnir verða haldnir þann 3. júní í Mengi.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira