Goðsagnir áfram á Innipúkanum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. maí 2015 11:00 Megas kom fram með hljómsveitinni Grísalappalísu í fyrra og vakti samspilið mikla lukku mynd/þorsteinn surmeli „Við erum búin að bóka nokkur bönd en það eina sem ég get sagt núna er að þetta stefnir í geggjaða hátíð,” segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Innipúkinn 2015. Þetta er í fjórtánda sinn sem hátíðin fer fram en hún er haldin um verslunarmannahelgina í miðbæ Reykjavíkur. Undirbúningur er hafinn á fullu og fer hátíðin fram samtímis á Húrra og Gauknum. „Við munum loka götunni til að mynda alvöru götuhátíðarstemningu yfir daginn,” segir Ásgeir. Það er venja hátíðarinnar að það komi alltaf að minnsta kosti ein lifandi goðsögn fram á hátíðinni og verður engin breyting á því í ár. „Viðræður eru hafnar við nokkur legend en ég get ekki gefið upp hvaða legend þetta eru að svo stöddu,” bætir Ásgeir við og glottir. Á síðasta ári kom fram goðsögnin Megas og lék hann með hljómsveitinni Grísalappalísu. „Svo hafa komið fram áður goðsagnir eins og Þú og ég sem komu fram með Moses Hightower og svo stigu Raggi Bjarna og Retro Stefson saman á svið, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þetta er alltaf ótrúlega skemmtilegt.” Fyrstu sveitir verða tilkynntar á næstu dögum og mun miðasala hefjast í kjölfarið. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum búin að bóka nokkur bönd en það eina sem ég get sagt núna er að þetta stefnir í geggjaða hátíð,” segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Innipúkinn 2015. Þetta er í fjórtánda sinn sem hátíðin fer fram en hún er haldin um verslunarmannahelgina í miðbæ Reykjavíkur. Undirbúningur er hafinn á fullu og fer hátíðin fram samtímis á Húrra og Gauknum. „Við munum loka götunni til að mynda alvöru götuhátíðarstemningu yfir daginn,” segir Ásgeir. Það er venja hátíðarinnar að það komi alltaf að minnsta kosti ein lifandi goðsögn fram á hátíðinni og verður engin breyting á því í ár. „Viðræður eru hafnar við nokkur legend en ég get ekki gefið upp hvaða legend þetta eru að svo stöddu,” bætir Ásgeir við og glottir. Á síðasta ári kom fram goðsögnin Megas og lék hann með hljómsveitinni Grísalappalísu. „Svo hafa komið fram áður goðsagnir eins og Þú og ég sem komu fram með Moses Hightower og svo stigu Raggi Bjarna og Retro Stefson saman á svið, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þetta er alltaf ótrúlega skemmtilegt.” Fyrstu sveitir verða tilkynntar á næstu dögum og mun miðasala hefjast í kjölfarið.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira