Barón blóðsins verður heiðursgestur á RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2015 07:30 Leikstjórinn er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar í ár. nordicphotos/Getty Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn David Cronenberg verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og hlýtur á hátíðinni heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Cronenberg, sem oft er nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins er einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum samtímans og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna á ferlinum, sem dæmi má nefna dómaraverðlaun í Cannes og Silfurbjörninn í Berlín. Árið 2006 hlaut hann heiðursverðlaunin Carrosse d'Or fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Það er mjög ánægjulegt og mikill heiður að hann sé að koma á RIFF. Ég er mikill aðdáandi og ég tel hann tvímælalaust vera á meðal fremstu kvikmyndaleikstjóra samtímans,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og er að vonum ánægð með heiðursgestinn í ár. Cronenberg hefur aldrei komið til landsins áður og er að sögn Hrannar mjög spenntur og stefnir á að ferðast um landið ásamt eiginkonu sinni, Carolyn Zeifman. „Hver veit nema hann heillist og leggi drög að næstu mynd hér,“ segir Hrönn glöð í bragði. Leikstjórinn mun taka þátt í bransadögum hátíðarinnar þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn hittast og ráða ráðum sínum en að auki mun hann vera með masterclass og myndir í leikstjórn hans verða sýndar á hátíðinni. „Myndirnar hans eru ólíkar og hann hefur þróast mikið sem kvikmyndagerðarmaður, en hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á hryllingsmyndir og sálfræðidrama,“ segir hún en líkt og áður sagði hefur Cronenberg verið nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins en kvikmyndir hans fara gegn hefðbundnum frásagnarstíl og fjalla oft og tíðum á myrkan hátt um eðli mannsins og eru líkami mannsins, umbreytingar og sýkingar algeng umfjöllunarefni. „Þetta eru svona margslungnar myndir má segja, en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera mjög spennandi og áhugaverðar,“ segir Hrönn og bætir við: „Hann er líka flinkur við að sprengja upp kvikmyndaformið og fá áhorfendur til þess að sitja alveg límda í sætunum.“RIFF-hátíðin verður haldin í tólfta sinn og hefst þann 24. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn David Cronenberg verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og hlýtur á hátíðinni heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Cronenberg, sem oft er nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins er einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum samtímans og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna á ferlinum, sem dæmi má nefna dómaraverðlaun í Cannes og Silfurbjörninn í Berlín. Árið 2006 hlaut hann heiðursverðlaunin Carrosse d'Or fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Það er mjög ánægjulegt og mikill heiður að hann sé að koma á RIFF. Ég er mikill aðdáandi og ég tel hann tvímælalaust vera á meðal fremstu kvikmyndaleikstjóra samtímans,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og er að vonum ánægð með heiðursgestinn í ár. Cronenberg hefur aldrei komið til landsins áður og er að sögn Hrannar mjög spenntur og stefnir á að ferðast um landið ásamt eiginkonu sinni, Carolyn Zeifman. „Hver veit nema hann heillist og leggi drög að næstu mynd hér,“ segir Hrönn glöð í bragði. Leikstjórinn mun taka þátt í bransadögum hátíðarinnar þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn hittast og ráða ráðum sínum en að auki mun hann vera með masterclass og myndir í leikstjórn hans verða sýndar á hátíðinni. „Myndirnar hans eru ólíkar og hann hefur þróast mikið sem kvikmyndagerðarmaður, en hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á hryllingsmyndir og sálfræðidrama,“ segir hún en líkt og áður sagði hefur Cronenberg verið nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins en kvikmyndir hans fara gegn hefðbundnum frásagnarstíl og fjalla oft og tíðum á myrkan hátt um eðli mannsins og eru líkami mannsins, umbreytingar og sýkingar algeng umfjöllunarefni. „Þetta eru svona margslungnar myndir má segja, en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera mjög spennandi og áhugaverðar,“ segir Hrönn og bætir við: „Hann er líka flinkur við að sprengja upp kvikmyndaformið og fá áhorfendur til þess að sitja alveg límda í sætunum.“RIFF-hátíðin verður haldin í tólfta sinn og hefst þann 24. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira