Frumsýndi í gær og fermist á morgun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. maí 2015 10:15 ?Ég byrjaði að æfa 1. júní 2014 og var að allt sumarið í fyrra svo ég er búinn að æfa í næstum ár,? segir Baldvin. Vísir Ernir Baldvin Alan var einn af þremur valinn í hlutverk Billy Elliot í Borgarleikhúsinu en varð fyrir því óláni að togna í lærvöðva skömmu fyrir frumsýningu og sýndi í fyrsta skipti í gær. Hann segist vera orðinn stálsleginn. ?Ég er orðinn mjög fínn, þetta er allt búið að batna.? Varstu að æfa á sviðinu þegar þú tognaðir? Nei, ég var bara að hita upp fyrir fimleika og fann verk í lærinu. Ég talaði við þjálfarann og hann sagði að þetta gæti verið tognun, sem það reyndist vera. Við höldum að þetta hafi verið eitthvað sem var búið að byggjast upp. Það hefur verið dálítið álag á þér. Hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir Billy Elliot? Ég byrjaði 1. júní 2014 og var að allt sumarið í fyrra svo ég hef verið að æfa í næstum ár. Varstu ekki svekktur þegar þú varðst var við meiðslin? Jú, dálítið. Sérstaklega að mega ekki dansa. Ertu í dansskóla? Ég var í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar í Kópavogi og æfði samkvæmisdans áður en ég byrjaði í þessu verkefni. Býrðu í Kópvogi? Nei, nei. Ég á heima í Hveragerði og var bara keyrður á dansæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Svo það voru ekkert mikil viðbrigði að þurfa að keyra í bæinn þegar ég byrjaði í Billy. Hvenær gastu svo tekið upp þráðinn aftur í leikhúsinu? Bara rétt fyrir páska. Við vorum alltaf þrír að æfa saman fyrir titilhlutverkið og hinir tveir hafa sinnt því á sýningum fram að þessu. En mín frumsýning var í gær. Svo er ég að fermast á morgun í Hveragerðiskirkju. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Baldvin Alan var einn af þremur valinn í hlutverk Billy Elliot í Borgarleikhúsinu en varð fyrir því óláni að togna í lærvöðva skömmu fyrir frumsýningu og sýndi í fyrsta skipti í gær. Hann segist vera orðinn stálsleginn. ?Ég er orðinn mjög fínn, þetta er allt búið að batna.? Varstu að æfa á sviðinu þegar þú tognaðir? Nei, ég var bara að hita upp fyrir fimleika og fann verk í lærinu. Ég talaði við þjálfarann og hann sagði að þetta gæti verið tognun, sem það reyndist vera. Við höldum að þetta hafi verið eitthvað sem var búið að byggjast upp. Það hefur verið dálítið álag á þér. Hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir Billy Elliot? Ég byrjaði 1. júní 2014 og var að allt sumarið í fyrra svo ég hef verið að æfa í næstum ár. Varstu ekki svekktur þegar þú varðst var við meiðslin? Jú, dálítið. Sérstaklega að mega ekki dansa. Ertu í dansskóla? Ég var í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar í Kópavogi og æfði samkvæmisdans áður en ég byrjaði í þessu verkefni. Býrðu í Kópvogi? Nei, nei. Ég á heima í Hveragerði og var bara keyrður á dansæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku. Svo það voru ekkert mikil viðbrigði að þurfa að keyra í bæinn þegar ég byrjaði í Billy. Hvenær gastu svo tekið upp þráðinn aftur í leikhúsinu? Bara rétt fyrir páska. Við vorum alltaf þrír að æfa saman fyrir titilhlutverkið og hinir tveir hafa sinnt því á sýningum fram að þessu. En mín frumsýning var í gær. Svo er ég að fermast á morgun í Hveragerðiskirkju.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira