Í fótspor Kjartans á Sægreifanum Elín Albertsdóttir skrifar 18. apríl 2015 11:00 Elísabet og Daði ásamt börnum sínum, Emilíu Jean og Kristófer Mána. Þriðja barnið er væntanlegt í heiminn í júlí. Mynd/Stefán Elísabet saknar Kjartans en hefur þó ekki fundið fyrir honum á Sægreifanum eftir að hann lést. Hún átti alveg von á því. Mynd/Ernir Elísabet Jean Skúladóttir er hinn nýi barón á Sægreifanum. Líf hennar snýst um að halda merki brautryðjandans á lofti með sömu góðu humarsúpunni og grillaða fiskinum. Það hefur ekkert róast lífið í verbúðinni þótt hinn sögufrægi Kjartan sé fallinn frá en hann lést í febrúar síðastliðnum. Þvert á móti hefur þetta verið mjög annasamur vetur. Elísabet segist ekki muna eftir jafnmiklum fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Hún hóf störf á Sægreifanum árið 2005, fyrst um helgar jafnframt því að starfa á leikskóla. „Þá var þetta allt minna um sig og við vorum oft bara tvö að vinna. Núna eru átta manns á hverri vakt,“ segir hún. Elísabet og Kjartan náðu strax vel saman og ekki leið á löngu þar til hann bauð henni fullt starf. „Ég hætti í leikskólanum og hér er ég enn. Við Kjartan höfðum langt í frá alltaf sömu skoðanir og gátum alveg rifist um hina ýmsu hluti en vináttan var engu að síður náin. Stundum vildi hann stjórnast með mig en það var allt í lagi. Undir það síðasta bjó hann á Eir. Þá hringdi hann í mig að minnsta kosti sjö, átta sinnum á dag,“ segir Elísabet og minnist hans með hlýju. Sægreifinn var líf og yndi Kjartans og hann treysti engum betur en Elísabetu til að taka við staðnum. „Ég sakna hans mikið og á honum margt að þakka.“Hrunið bjargaði þeim Þegar Kjartan byrjaði með Sægreifann árið 2003 var þar eingöngu fiskbúð. Engum öðrum hafði dottið í hug að nýta þessa verbúð undir slíka starfsemi. „Ári síðar komu útlendingar til Kjartans sem höfðu verið í sjóstangaveiði. Þeir spurðu hvort hann gæti eldað fyrir þá fiskinn sem þeir veiddu. Hann gerði sér lítið fyrir, skrapp í Byko, keypti grill og matreiddi fiskinn. Kjartan vildi allt fyrir alla gera,“ segir Elísabet. „Eftir þetta fór hann að laga súpu sem sló fljótt í gegn. Hann bjó til tvo lítra í fyrstu sem síðan urðu að 150 lítrum á sumrin þegar ferðamenn fjölmenntu á staðinn,“ segir Elísabet þegar hún rifjar upp hvernig staðurinn byrjaði. „Þegar Kjartan opnaði fiskbúðina á þessum stað urðu margir hissa, enda hafði engin starfsemi verið þarna. Það var stefnan að rífa þessi hús fyrir hrun og byggja glerhýsi. Ég segi að kreppan hafi bjargað okkur. Ég vona að húsin fái að standa því hér er svo skemmtilegt, fallegt og lifandi svæði.“Elísabet hefur í nógu að snúast alla daga á Sægreifanum sem nýtur mikilla vinsælda á meðal bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna.Mynd/ErnirVinir um allan heim „Kjartan hætti að reka staðinn 2008 en þá var heilsan farin að bila og ég tók við. Hann var þó alltaf viðlátinn og bjó í húsinu. Hann vildi gjarnan að ég keypti reksturinn en ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir því. Síðan hvöttu foreldrar mínir mig til þess árið 2011, enda átti starfið vel við mig og ég var orðin tengd staðnum,“ útskýrir Elísabet. „Ég hef aldrei séð eftir því að kaupa staðinn því hann er líf mitt og yndi, eiginlega eins og eitt af börnunum mínum.“ Elísabet segist ekki hafa haft mikinn áhuga á mat og matargerð þegar hún byrjaði á Sægreifanum fyrir tíu árum. Áhuginn var þó fljótur að kvikna. „Sægreifinn er einfaldur veitingastaður með fáa rétti. Humarsúpan er alltaf rosalega vinsæl. Síðan erum við með sjö tegundir af fiski, rækju, hörpuskel og hrefnu. Við eigum ótalmarga fastagesti. Það eru til dæmis nokkrir Ólafsfirðingar sem koma alltaf mánaðarlega í siginn fisk. Aðrir hópar koma í skötu og svo er alltaf gaman að fá erlenda ferðamenn sem hafa komið áður til okkar í Íslandsheimsókn. Ég hef eignast vini um allan heim í gegnum starfið mitt og fæ oft tölvupósta frá gestum,“ segir Elísabet en staðurinn hefur fengið jákvæðar umsagnir í erlendum blöðum og tímaritum, meðal annars New York Times og Washington Post.Kjartan var brautryðjandi á sínu sviði. Margir hafa komið á eftir honum og sett upp veitingastaði við höfnina.Staður án leyfis Elísabet gengur í öll störf á veitingastaðnum, hvort sem þarf að elda, þrífa, vaska upp, þjóna til borðs eða að reka staðinn. „Ég vil hafa þetta þannig, persónulegan stað þar sem allir vinna saman. Ég lofaði Kjartani að ég myndi engu breyta en ég mátti bæta við. Ég ætla að standa við það,“ segir hún. „Staðurinn hefur þróast mikið frá því ég byrjaði. Eftir að ég tók við rekstrinum varð meira skipulag á innkaupum og rekstri. Kjartan var ekki að flækja málin. Hann var svo ótrúlega krúttlegur og fór bara eigin leiðir. Var til dæmis ekkert að spá í lög eða reglugerðir. Þegar ég benti honum á að við yrðum að fara eftir ákveðnum reglum, fussaði í honum og svo sagði hann: „Þú og þessar reglugerðir,“ segir Elísabet og hlær. „Ég vildi hafa allt eftir bókinni, bjóða heilbrigðiseftirlitið velkomið í stað þess að fá skammir frá því. Ég var búin að vinna á Sægreifanum í þrjú ár þegar ég komst að því að Kjartan hafði ekki veitingaleyfi. Einn daginn kom eftirlitið og lokaði. Það þurfti að skila inn teikningum og fá þetta leyfi. Staðurinn var bara lokaður í þrjá daga en það tók óratíma í kerfinu að fá þetta leyfi. Mig minnir að það hafi tekið hálft ár en ég lærði heilmikið á því ferli.“Á góðum stað Elísabet segist aldrei munu komast með tærnar þar sem Kjartan hafði hælana. Þegar hún er spurð hvort hún finni anda hans svífa á staðnum, svarar hún: „Ég var alveg viss um að við myndum finna rækilega fyrir honum en svo hefur ekki verið. Hann hlýtur að vera á góðum stað. Kjartan hafði mjög gaman af því að segja sögur, til dæmis kvennafarssögur af sjálfum sér en ég veit ekkert hvort þær voru sannar. Hann var gamall sjómaður og sögumaður góður. Ekki var síður gaman að heyra sögurnar frá körlunum sem komu hérna á morgnana til hans.“ Sægreifinn er opinn alla daga ársins en Elísabet segist samt ekki alltaf vera í vinnunni. „Ég er með gott starfsfólk,“ segir hún. Eiginmaður hennar er Daði Steinn Sigurðsson. Þau eiga tvö börn, ellefu ára son og þriggja ára dóttur og þriðja barnið er væntanlegt í júlí. „Daði byrjaði að vinna með mér í september, sagði upp sinni vinnu og er kominn á fullt í Sægreifanum. Systir mín vinnur líka hjá mér. Það er því kominn fjölskyldubragur á fyrirtækið,“ segir hún. „Starfinu fylgir að ég er alltaf í símanum, hvar sem ég er stödd, en það truflar mig aldrei. Þegar maður rekur fyrirtæki er það fylgifiskurinn.“Feimin fjölskyldukona Þegar Elísabet er spurð hvort hún hafi tíma fyrir áhugamál, svarar hún því játandi. „Ég er í kór Vox Populi í Grafarvogi og finnst það mjög skemmtilegt. Svo er móðir mín að koma mér inn í prjónaskap. Ég hef aldrei haft áhuga á djammi eða næturlífi,“ segir hún og bætir við að hún sé frekar feimin og lítið fyrir athygli. „Ég er bara venjuleg manneskja sem eyðir frítíma með fjölskyldunni. Við ferðumst á sumrin eftir bestu getu, helst innanlands því mér er illa við að fljúga. Ég læt mig þó hafa það stöku sinnum en er annars frekar heimakær,“ segir Elísabet sem er 34 ára. Hún er kennaramenntuð en hafði þó aldrei hug á kennslu. „Ég hef alltaf haft nóg að gera og er mjög sátt við það sem ég er að fást við,“ segir þessi unga kona sem sægreifinn Kjartan lagði allt sitt traust á fyrir dauða sinn. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Elísabet saknar Kjartans en hefur þó ekki fundið fyrir honum á Sægreifanum eftir að hann lést. Hún átti alveg von á því. Mynd/Ernir Elísabet Jean Skúladóttir er hinn nýi barón á Sægreifanum. Líf hennar snýst um að halda merki brautryðjandans á lofti með sömu góðu humarsúpunni og grillaða fiskinum. Það hefur ekkert róast lífið í verbúðinni þótt hinn sögufrægi Kjartan sé fallinn frá en hann lést í febrúar síðastliðnum. Þvert á móti hefur þetta verið mjög annasamur vetur. Elísabet segist ekki muna eftir jafnmiklum fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Hún hóf störf á Sægreifanum árið 2005, fyrst um helgar jafnframt því að starfa á leikskóla. „Þá var þetta allt minna um sig og við vorum oft bara tvö að vinna. Núna eru átta manns á hverri vakt,“ segir hún. Elísabet og Kjartan náðu strax vel saman og ekki leið á löngu þar til hann bauð henni fullt starf. „Ég hætti í leikskólanum og hér er ég enn. Við Kjartan höfðum langt í frá alltaf sömu skoðanir og gátum alveg rifist um hina ýmsu hluti en vináttan var engu að síður náin. Stundum vildi hann stjórnast með mig en það var allt í lagi. Undir það síðasta bjó hann á Eir. Þá hringdi hann í mig að minnsta kosti sjö, átta sinnum á dag,“ segir Elísabet og minnist hans með hlýju. Sægreifinn var líf og yndi Kjartans og hann treysti engum betur en Elísabetu til að taka við staðnum. „Ég sakna hans mikið og á honum margt að þakka.“Hrunið bjargaði þeim Þegar Kjartan byrjaði með Sægreifann árið 2003 var þar eingöngu fiskbúð. Engum öðrum hafði dottið í hug að nýta þessa verbúð undir slíka starfsemi. „Ári síðar komu útlendingar til Kjartans sem höfðu verið í sjóstangaveiði. Þeir spurðu hvort hann gæti eldað fyrir þá fiskinn sem þeir veiddu. Hann gerði sér lítið fyrir, skrapp í Byko, keypti grill og matreiddi fiskinn. Kjartan vildi allt fyrir alla gera,“ segir Elísabet. „Eftir þetta fór hann að laga súpu sem sló fljótt í gegn. Hann bjó til tvo lítra í fyrstu sem síðan urðu að 150 lítrum á sumrin þegar ferðamenn fjölmenntu á staðinn,“ segir Elísabet þegar hún rifjar upp hvernig staðurinn byrjaði. „Þegar Kjartan opnaði fiskbúðina á þessum stað urðu margir hissa, enda hafði engin starfsemi verið þarna. Það var stefnan að rífa þessi hús fyrir hrun og byggja glerhýsi. Ég segi að kreppan hafi bjargað okkur. Ég vona að húsin fái að standa því hér er svo skemmtilegt, fallegt og lifandi svæði.“Elísabet hefur í nógu að snúast alla daga á Sægreifanum sem nýtur mikilla vinsælda á meðal bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna.Mynd/ErnirVinir um allan heim „Kjartan hætti að reka staðinn 2008 en þá var heilsan farin að bila og ég tók við. Hann var þó alltaf viðlátinn og bjó í húsinu. Hann vildi gjarnan að ég keypti reksturinn en ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir því. Síðan hvöttu foreldrar mínir mig til þess árið 2011, enda átti starfið vel við mig og ég var orðin tengd staðnum,“ útskýrir Elísabet. „Ég hef aldrei séð eftir því að kaupa staðinn því hann er líf mitt og yndi, eiginlega eins og eitt af börnunum mínum.“ Elísabet segist ekki hafa haft mikinn áhuga á mat og matargerð þegar hún byrjaði á Sægreifanum fyrir tíu árum. Áhuginn var þó fljótur að kvikna. „Sægreifinn er einfaldur veitingastaður með fáa rétti. Humarsúpan er alltaf rosalega vinsæl. Síðan erum við með sjö tegundir af fiski, rækju, hörpuskel og hrefnu. Við eigum ótalmarga fastagesti. Það eru til dæmis nokkrir Ólafsfirðingar sem koma alltaf mánaðarlega í siginn fisk. Aðrir hópar koma í skötu og svo er alltaf gaman að fá erlenda ferðamenn sem hafa komið áður til okkar í Íslandsheimsókn. Ég hef eignast vini um allan heim í gegnum starfið mitt og fæ oft tölvupósta frá gestum,“ segir Elísabet en staðurinn hefur fengið jákvæðar umsagnir í erlendum blöðum og tímaritum, meðal annars New York Times og Washington Post.Kjartan var brautryðjandi á sínu sviði. Margir hafa komið á eftir honum og sett upp veitingastaði við höfnina.Staður án leyfis Elísabet gengur í öll störf á veitingastaðnum, hvort sem þarf að elda, þrífa, vaska upp, þjóna til borðs eða að reka staðinn. „Ég vil hafa þetta þannig, persónulegan stað þar sem allir vinna saman. Ég lofaði Kjartani að ég myndi engu breyta en ég mátti bæta við. Ég ætla að standa við það,“ segir hún. „Staðurinn hefur þróast mikið frá því ég byrjaði. Eftir að ég tók við rekstrinum varð meira skipulag á innkaupum og rekstri. Kjartan var ekki að flækja málin. Hann var svo ótrúlega krúttlegur og fór bara eigin leiðir. Var til dæmis ekkert að spá í lög eða reglugerðir. Þegar ég benti honum á að við yrðum að fara eftir ákveðnum reglum, fussaði í honum og svo sagði hann: „Þú og þessar reglugerðir,“ segir Elísabet og hlær. „Ég vildi hafa allt eftir bókinni, bjóða heilbrigðiseftirlitið velkomið í stað þess að fá skammir frá því. Ég var búin að vinna á Sægreifanum í þrjú ár þegar ég komst að því að Kjartan hafði ekki veitingaleyfi. Einn daginn kom eftirlitið og lokaði. Það þurfti að skila inn teikningum og fá þetta leyfi. Staðurinn var bara lokaður í þrjá daga en það tók óratíma í kerfinu að fá þetta leyfi. Mig minnir að það hafi tekið hálft ár en ég lærði heilmikið á því ferli.“Á góðum stað Elísabet segist aldrei munu komast með tærnar þar sem Kjartan hafði hælana. Þegar hún er spurð hvort hún finni anda hans svífa á staðnum, svarar hún: „Ég var alveg viss um að við myndum finna rækilega fyrir honum en svo hefur ekki verið. Hann hlýtur að vera á góðum stað. Kjartan hafði mjög gaman af því að segja sögur, til dæmis kvennafarssögur af sjálfum sér en ég veit ekkert hvort þær voru sannar. Hann var gamall sjómaður og sögumaður góður. Ekki var síður gaman að heyra sögurnar frá körlunum sem komu hérna á morgnana til hans.“ Sægreifinn er opinn alla daga ársins en Elísabet segist samt ekki alltaf vera í vinnunni. „Ég er með gott starfsfólk,“ segir hún. Eiginmaður hennar er Daði Steinn Sigurðsson. Þau eiga tvö börn, ellefu ára son og þriggja ára dóttur og þriðja barnið er væntanlegt í júlí. „Daði byrjaði að vinna með mér í september, sagði upp sinni vinnu og er kominn á fullt í Sægreifanum. Systir mín vinnur líka hjá mér. Það er því kominn fjölskyldubragur á fyrirtækið,“ segir hún. „Starfinu fylgir að ég er alltaf í símanum, hvar sem ég er stödd, en það truflar mig aldrei. Þegar maður rekur fyrirtæki er það fylgifiskurinn.“Feimin fjölskyldukona Þegar Elísabet er spurð hvort hún hafi tíma fyrir áhugamál, svarar hún því játandi. „Ég er í kór Vox Populi í Grafarvogi og finnst það mjög skemmtilegt. Svo er móðir mín að koma mér inn í prjónaskap. Ég hef aldrei haft áhuga á djammi eða næturlífi,“ segir hún og bætir við að hún sé frekar feimin og lítið fyrir athygli. „Ég er bara venjuleg manneskja sem eyðir frítíma með fjölskyldunni. Við ferðumst á sumrin eftir bestu getu, helst innanlands því mér er illa við að fljúga. Ég læt mig þó hafa það stöku sinnum en er annars frekar heimakær,“ segir Elísabet sem er 34 ára. Hún er kennaramenntuð en hafði þó aldrei hug á kennslu. „Ég hef alltaf haft nóg að gera og er mjög sátt við það sem ég er að fást við,“ segir þessi unga kona sem sægreifinn Kjartan lagði allt sitt traust á fyrir dauða sinn.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira