Var búin að reyna við Íslandsmetið í þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2015 07:30 Óðinn frá Akureyri átti allar þrjár á palli í 100 metra flugsundi; Bryndísi Bolladóttur, Bryndísi Rún og Elínu Kötu Sigurgeirsdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó Sundkonan Bryndís Rún Hansen frá Akureyri átti eftirminnilega heimsókn til Íslands síðustu daga en hún kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug og vinna sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í júní. Bryndís Rún er á öðru ári hjá Nova Southeastern-háskólanum á Flórída og hún var á stödd í Leifsstöð á leiðinni út þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. „Þetta var algjör draumahelgi,“ segir Bryndís kát. „Stefnan var sett á það að koma heim til að ná lágmarki á HM. Ég náði b-lágmarki sem ætti að tryggja mér sætið sem ég er mjög sátt með,“ segir Bryndís. Bryndís Rún endurheimti Íslandsmetið í 50 metra flugsundi en Sarah Blake Bateman var búin að eiga það í þrjú ár. „Ég er búin að vera að horfa á Íslandsmetið frá 2012. Ég var búin að reyna við það tvö ár í röð og nú loksins kom það,“ sagði Bryndís sem bætti það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á sama degi og komst fyrst kvenna undir 27 sekúndurnar. „Það var alveg frábært að ná því tvisvar á sama deginum. Ég var svo nálægt því að komast undir 27 sekúndurnar um morguninn sem gerði mig mjög hungraða í að ná því í úrslitunum,“ sagði Bryndís. Bryndís er 22 ára í dag en hún setti fyrsta Íslandsmetið í 50 metra flugsundi þegar hún var fimmtán ára gömul. „Ég stakk mér út í og setti Íslandsmet í fyrsta sundi. Síðan hefur þetta verið mín grein,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með æfingarnar úti. „Ég fór út til Bandaríkjanna þar sem samstarf mitt og þjálfara míns gengur svo svakalega vel. Ég er líka orðin sterkari andlega. Þetta eru ekki bara æfingar og æfingar því maður þarf að vera sterkur í hausnum líka og sjá fyrir sér hvað maður vill,“ segir Bryndís. Bryndís sérhæfir sig í stuttu greinunum en hún vann 50, 100 og 200 metra skriðsund og 50 og 100 metra flugsund um helgina. „Ég er púra sprettari,“ segir Bryndís sem átti sína bestu helgi á ÍM. „Ég syndi vanalega ekki svona margar greinar en ég ákvað að skrá mig í þær allar og sjá síðan til hvernig mér liði. Svo leið mér svona svakalega vel þannig ég sagði bara, af hverju ekki,“ segir hún. Bryndís var á landinu frá miðvikudegi til mánudags. Það var því lítill tími fyrir annað en sund og enginn tími til að fara heim til Akureyrar. „Sem betur fer gátu foreldrarnir keyrt frá Akureyri til að sjá mig og svo vildi svo skemmtilega til að vinkonur mínar eru í skóla fyrir sunnan þannig að þær gátu komið og kysst mig,“ segir hún létt. Bryndís komst ekki norður en hún keppti fyrir Óðin. „Ég var að keppa fyrir Óðin í fyrsta sinn síðan 2010 þegar ég flutti til Noregs. Ég var himinlifandi með að geta verið í Óðinsfötunum aftur,“ segir Bryndís. Hún stóð sig mjög vel með skólaliðinu í vetur og varð meðal annars háskólameistari í 50 jarda skriðsundi í 2. deild NCAA. Skólinn fær athyglina á næstunni. „Núna fer ég bara beint í tíma í fyrramálið. Ég er búin að missa mikið úr og það eru bara tvær vikur í lokaprófin,“ segir Bryndís sem ætti þó að mæta kát inn í próflesturinn. „Það er búið að ganga betur en ég gat hugsað mér,“ segir Bryndís að lokum. Sund Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Sundkonan Bryndís Rún Hansen frá Akureyri átti eftirminnilega heimsókn til Íslands síðustu daga en hún kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug og vinna sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í júní. Bryndís Rún er á öðru ári hjá Nova Southeastern-háskólanum á Flórída og hún var á stödd í Leifsstöð á leiðinni út þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. „Þetta var algjör draumahelgi,“ segir Bryndís kát. „Stefnan var sett á það að koma heim til að ná lágmarki á HM. Ég náði b-lágmarki sem ætti að tryggja mér sætið sem ég er mjög sátt með,“ segir Bryndís. Bryndís Rún endurheimti Íslandsmetið í 50 metra flugsundi en Sarah Blake Bateman var búin að eiga það í þrjú ár. „Ég er búin að vera að horfa á Íslandsmetið frá 2012. Ég var búin að reyna við það tvö ár í röð og nú loksins kom það,“ sagði Bryndís sem bætti það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á sama degi og komst fyrst kvenna undir 27 sekúndurnar. „Það var alveg frábært að ná því tvisvar á sama deginum. Ég var svo nálægt því að komast undir 27 sekúndurnar um morguninn sem gerði mig mjög hungraða í að ná því í úrslitunum,“ sagði Bryndís. Bryndís er 22 ára í dag en hún setti fyrsta Íslandsmetið í 50 metra flugsundi þegar hún var fimmtán ára gömul. „Ég stakk mér út í og setti Íslandsmet í fyrsta sundi. Síðan hefur þetta verið mín grein,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með æfingarnar úti. „Ég fór út til Bandaríkjanna þar sem samstarf mitt og þjálfara míns gengur svo svakalega vel. Ég er líka orðin sterkari andlega. Þetta eru ekki bara æfingar og æfingar því maður þarf að vera sterkur í hausnum líka og sjá fyrir sér hvað maður vill,“ segir Bryndís. Bryndís sérhæfir sig í stuttu greinunum en hún vann 50, 100 og 200 metra skriðsund og 50 og 100 metra flugsund um helgina. „Ég er púra sprettari,“ segir Bryndís sem átti sína bestu helgi á ÍM. „Ég syndi vanalega ekki svona margar greinar en ég ákvað að skrá mig í þær allar og sjá síðan til hvernig mér liði. Svo leið mér svona svakalega vel þannig ég sagði bara, af hverju ekki,“ segir hún. Bryndís var á landinu frá miðvikudegi til mánudags. Það var því lítill tími fyrir annað en sund og enginn tími til að fara heim til Akureyrar. „Sem betur fer gátu foreldrarnir keyrt frá Akureyri til að sjá mig og svo vildi svo skemmtilega til að vinkonur mínar eru í skóla fyrir sunnan þannig að þær gátu komið og kysst mig,“ segir hún létt. Bryndís komst ekki norður en hún keppti fyrir Óðin. „Ég var að keppa fyrir Óðin í fyrsta sinn síðan 2010 þegar ég flutti til Noregs. Ég var himinlifandi með að geta verið í Óðinsfötunum aftur,“ segir Bryndís. Hún stóð sig mjög vel með skólaliðinu í vetur og varð meðal annars háskólameistari í 50 jarda skriðsundi í 2. deild NCAA. Skólinn fær athyglina á næstunni. „Núna fer ég bara beint í tíma í fyrramálið. Ég er búin að missa mikið úr og það eru bara tvær vikur í lokaprófin,“ segir Bryndís sem ætti þó að mæta kát inn í próflesturinn. „Það er búið að ganga betur en ég gat hugsað mér,“ segir Bryndís að lokum.
Sund Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn