Bíó og sjónvarp

Óskarsleikkona í íslenskri mynd

Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar
Emmanuelle Riva var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2013 og fékk BAFTA-verðlaunin sama ár.
Emmanuelle Riva var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2013 og fékk BAFTA-verðlaunin sama ár. Vísir/Getty
„Hún er rosalega spennt að koma hingað, hún hefur ekki komið áður,“ segir Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framleiðandi hjá DUO Pictures.

Hingað til lands er væntanleg franska leikkonan Emmanuelle Riva, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Amour árið 2013. Hún mun fara með hlutverk í kvikmyndinni Þá og þegar, elskan.

Guðrún Edda Þórhannesdóttir. Vísir/GVA
Riva er 88 ára gömul, en lætur aldurinn ekki stoppa sig. „Það er mjög merkilegt að hún taki að sér íslenska kvikmynd, en hún varð svo hrifin af verkefninu hennar Kristínar að hún vildi vera með. Þetta eru aðallega innisenur sem hún verður í,“ segir Guðrún.

 

Leikstjóri myndarinnar er Kristín Jóhannesdóttir, sem gerði Svo á jörðu, sem á himni. „Það er langt síðan Kristín gerði mynd, svo þetta verður spennandi. Með þeim í myndinni verður einnig leikmyndahönnuðurinn Laszlo Rajk sem er algjör stjarna í kvikmyndaheiminum.“

Myndin, sem verður meðal annars á íslensku og frönsku, verður tekin upp í haust og er Riva væntanleg til landsins í október. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.