Gersemar Arfur í orðum Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2015 12:30 Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sem fannst ómögulegt að hvergi væri hægt að sjá handritin, hinn dýrmætasta menningararf þjóðarinnar, eftir að handritasýningunni í Þjóðmenningarhúsinu lauk. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir en Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Borgarsögusafns, er á meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar að undanförnu. „Handritin eru meðal merkustu verka Íslendinga. Þau veita okkur innsýn í líf og hugsanir Norðurlandabúa og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar.HandritinÁ sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá voru efni sýningarinnar einnig gerð skil með hjálp margmiðlunar og það er einkar forvitnilegt fyrir fólk að tefla saman þessum tveimur heimum; margmiðlun og handritunum sem gefur nú að líta í einni sýningu. Handritin eiga erindi við alla heimsbyggðina og eru ómetanlegur hluti af menningararfi veraldar og eru sem slík á heimsminjaskrá UNESCO. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er ströng öryggisgæsla á sýningunni. Það ánægjulega við það er að við getum lengt opnunartíma sýningarinnar í heild og frá og með sunnudeginum verðum við með opið frá kl. 9–20 alla daga. En svo bíðum við auðvitað spennt eftir því að Hús íslenskra fræða verði að veruleika svo við getum sýnt þjóðinni allar þær gersemar sem eru í hennar eigu.“ Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sem fannst ómögulegt að hvergi væri hægt að sjá handritin, hinn dýrmætasta menningararf þjóðarinnar, eftir að handritasýningunni í Þjóðmenningarhúsinu lauk. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir en Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Borgarsögusafns, er á meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar að undanförnu. „Handritin eru meðal merkustu verka Íslendinga. Þau veita okkur innsýn í líf og hugsanir Norðurlandabúa og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar.HandritinÁ sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá voru efni sýningarinnar einnig gerð skil með hjálp margmiðlunar og það er einkar forvitnilegt fyrir fólk að tefla saman þessum tveimur heimum; margmiðlun og handritunum sem gefur nú að líta í einni sýningu. Handritin eiga erindi við alla heimsbyggðina og eru ómetanlegur hluti af menningararfi veraldar og eru sem slík á heimsminjaskrá UNESCO. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er ströng öryggisgæsla á sýningunni. Það ánægjulega við það er að við getum lengt opnunartíma sýningarinnar í heild og frá og með sunnudeginum verðum við með opið frá kl. 9–20 alla daga. En svo bíðum við auðvitað spennt eftir því að Hús íslenskra fræða verði að veruleika svo við getum sýnt þjóðinni allar þær gersemar sem eru í hennar eigu.“
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira