Hannar þjóðfána fyrir ímynduð lönd og ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 10:00 Atli Jasonarson ásamt nokkrum fánum vísir/valli „Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að það sé ekki verið að stofna ný ríki og þjóðir daglega. Ég væri til í að vinna við þetta,“ segir íslenskuneminn Atli Jasonarson. Í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að búa til fána fyrir alls kyns ímyndaðar þjóðir og aðstæður. „Ég hafði mikinn áhuga á fánum þegar ég var yngri og hann kviknaði aftur þegar QuizUp-leikurinn kom út kom út.“ Hann byrjaði að hanna fána fyrir alvöru fyrir um þremur vikum. „Ég var annars hugar og að velta hollenska fánanum fyrir mér. Af hverju er appelsínugulan, lit konungsfjölskyldunnar og landsliðsins, ekki að finna í fánanum? Hvernig ætli hann liti út ef Holland væri hluti af Skandinavíu?“ Í kjölfarið bjó hann fánann til og þá varð ekki aftur snúið. Á annan tug fána hafa litið dagsins ljós og fleiri eru í vinnslu. Afrakstrinum deilir Atli með umheiminum í myndaalbúmi á Facebook en hluta fánanna má sjá hér til hliðar. Vinir Atla, og fólk sem hann rekst á á förnum vegi hefur verið duglegt við að senda honum beiðnir um mögulega fána sem hægt væri að teikna upp. Þeir muni líta dagsins ljós en fólk verði að bíða rólegt eftir þeim. „Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum og byltingum svo ég geti haft þetta að atvinnu,“ segir Atli að lokum í gríni. Hér að ofan má sjá fána sameinaðrar Kóreu undir Ísrael, fána nýs Kalmarsambands sem samanstæði af Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Sameinaða Pokémon-nýlendu Botsvana og Tansaníu og mögulegan þjóðfána Vestmannaeyjana. Fáeina í viðbót má sjá hér fyrir neðan en hina má sjá með því að smella hér.Post by Atli Jasonarson. Post by Atli Jasonarson. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
„Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að það sé ekki verið að stofna ný ríki og þjóðir daglega. Ég væri til í að vinna við þetta,“ segir íslenskuneminn Atli Jasonarson. Í frítíma sínum hefur hann dundað sér við að búa til fána fyrir alls kyns ímyndaðar þjóðir og aðstæður. „Ég hafði mikinn áhuga á fánum þegar ég var yngri og hann kviknaði aftur þegar QuizUp-leikurinn kom út kom út.“ Hann byrjaði að hanna fána fyrir alvöru fyrir um þremur vikum. „Ég var annars hugar og að velta hollenska fánanum fyrir mér. Af hverju er appelsínugulan, lit konungsfjölskyldunnar og landsliðsins, ekki að finna í fánanum? Hvernig ætli hann liti út ef Holland væri hluti af Skandinavíu?“ Í kjölfarið bjó hann fánann til og þá varð ekki aftur snúið. Á annan tug fána hafa litið dagsins ljós og fleiri eru í vinnslu. Afrakstrinum deilir Atli með umheiminum í myndaalbúmi á Facebook en hluta fánanna má sjá hér til hliðar. Vinir Atla, og fólk sem hann rekst á á förnum vegi hefur verið duglegt við að senda honum beiðnir um mögulega fána sem hægt væri að teikna upp. Þeir muni líta dagsins ljós en fólk verði að bíða rólegt eftir þeim. „Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum og byltingum svo ég geti haft þetta að atvinnu,“ segir Atli að lokum í gríni. Hér að ofan má sjá fána sameinaðrar Kóreu undir Ísrael, fána nýs Kalmarsambands sem samanstæði af Danmörku, Finnlandi, Noregi, Íslandi og Svíþjóð. Sameinaða Pokémon-nýlendu Botsvana og Tansaníu og mögulegan þjóðfána Vestmannaeyjana. Fáeina í viðbót má sjá hér fyrir neðan en hina má sjá með því að smella hér.Post by Atli Jasonarson. Post by Atli Jasonarson.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira