Bræða saman norsk og íslensk þjóðlög Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 13:00 Kórinn fær að spreyta sig á norskum þjóðlögum um leið og hann kynnir þau íslensku fyrir frændum okkar í Noregi. „Yfirskrift tónleikanna verður „I flaggets farger“ því fánar Íslands og Noregs eru í sömu litum þótt samsetningin sé önnur,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um væntanlegan söng kórsins í Noregi. Þar mun hann troða upp á þrennum tónleikum með norsku tónlistarmönnunum Steinar Strøm harðangursfiðluleikara og Harald Skullerud slagverksleikara. Eyþór segir verða um norsk-íslenskan þjóðlagabræðing að ræða. „Ísland og Noregur eiga sér sameiginlegan menningararf sem birtist í tungumálinu og ýmsum þjóðareinkennum. Langur aðskilnaður gerði þó að verkum að þjóðlögin þróuðust í ólíkar áttir og áhugavert er að tefla þeim saman. Það er meginmarkmið samstarfs Hymnodiu og Norðmannanna tveggja,“ segir Eyþór Ingi. Steinar og Harald komu til Akureyrar í haust og héldu tónleika með Hymnodiu þar og í Ólafsfirði. Hymnodia fékk meðal annars að spreyta sig á norskum þjóðlögum og þeir Steinar og Harald á íslenskum. Svo komu Norðmennirnir fram einir saman, Hymnodia ein og síðan allur hópurinn. Svipaður háttur verður hafður á í Noregsferðinni þótt efnisskráin verði ekki nákvæmlega sú sama. Hugmyndina að samstarfinu átti Akureyringurinn og tónskáldið Gísli Jóhann Grétarsson sem býr í Noregi og stýrir þjóðlagasetrinu í Buskerud. Tónleikarnir úti verða í Gamle Akerkirke í Ósló 27. febrúar, í Eggedalkirke daginn eftir og Kongsbergkirke 1. mars. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Yfirskrift tónleikanna verður „I flaggets farger“ því fánar Íslands og Noregs eru í sömu litum þótt samsetningin sé önnur,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um væntanlegan söng kórsins í Noregi. Þar mun hann troða upp á þrennum tónleikum með norsku tónlistarmönnunum Steinar Strøm harðangursfiðluleikara og Harald Skullerud slagverksleikara. Eyþór segir verða um norsk-íslenskan þjóðlagabræðing að ræða. „Ísland og Noregur eiga sér sameiginlegan menningararf sem birtist í tungumálinu og ýmsum þjóðareinkennum. Langur aðskilnaður gerði þó að verkum að þjóðlögin þróuðust í ólíkar áttir og áhugavert er að tefla þeim saman. Það er meginmarkmið samstarfs Hymnodiu og Norðmannanna tveggja,“ segir Eyþór Ingi. Steinar og Harald komu til Akureyrar í haust og héldu tónleika með Hymnodiu þar og í Ólafsfirði. Hymnodia fékk meðal annars að spreyta sig á norskum þjóðlögum og þeir Steinar og Harald á íslenskum. Svo komu Norðmennirnir fram einir saman, Hymnodia ein og síðan allur hópurinn. Svipaður háttur verður hafður á í Noregsferðinni þótt efnisskráin verði ekki nákvæmlega sú sama. Hugmyndina að samstarfinu átti Akureyringurinn og tónskáldið Gísli Jóhann Grétarsson sem býr í Noregi og stýrir þjóðlagasetrinu í Buskerud. Tónleikarnir úti verða í Gamle Akerkirke í Ósló 27. febrúar, í Eggedalkirke daginn eftir og Kongsbergkirke 1. mars.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira