Fara úr bænum til að taka upp næstu plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Hljómsveitin Pollapönk er stödd í sveitinni þar sem hún hljóðritar sína þriðju breiðskífu. Mynd/Arnar græni polli Guðjónsson „Við erum að taka upp splunkunýtt efni og skelltum okkur út á land til þess að reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks. Sveitin er stödd í húsnæði skammt frá Húsafelli þar sem hún tekur upp sína þriðju breiðskífu. „Platan kemur út í tveimur útgáfum, önnur á íslensku og hin á ensku og við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið,“ segir Arnar Þór spurður út í nýja efnið. Pollarnir hafa áður tekið upp tónlist á sama stað og kunna vel við sig í sveitinni. „Það er frábært að vera hérna á Kolstöðum hjá Helga Lúmex snillingi. Ég er samt ansi hræddur um að við verðum veðurtepptir hérna, en þá tökum við bara upp enn fleiri lög,“ segir Arnar Þór og hlær. Pollarnir hafa nú þegar tekið upp fimmtán til sextán grunna að lögum en þeir þurfa svo að velja úr bestu lögin sem fara á plötuna. Arnar Guðjónsson, oftast kenndur við hljómsveitina Leaves, er með Pollunum í hljóðverinu og stýrir upptökum. „Hann er kominn með Pollapönksgalla og er græni polli,“ bætir Arnar Þór við. „Við stefnum á að gefa út plötuna í vor en negld dagsetning liggur ekki fyrir.“ Arnar Þór segir að vonandi verði nokkra sumarslagara að finna á plötunni og að sveitin geti varla beðið eftir því að flytja nýja efnið á tónleikum. Eurovision Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum að taka upp splunkunýtt efni og skelltum okkur út á land til þess að reyna að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks. Sveitin er stödd í húsnæði skammt frá Húsafelli þar sem hún tekur upp sína þriðju breiðskífu. „Platan kemur út í tveimur útgáfum, önnur á íslensku og hin á ensku og við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið,“ segir Arnar Þór spurður út í nýja efnið. Pollarnir hafa áður tekið upp tónlist á sama stað og kunna vel við sig í sveitinni. „Það er frábært að vera hérna á Kolstöðum hjá Helga Lúmex snillingi. Ég er samt ansi hræddur um að við verðum veðurtepptir hérna, en þá tökum við bara upp enn fleiri lög,“ segir Arnar Þór og hlær. Pollarnir hafa nú þegar tekið upp fimmtán til sextán grunna að lögum en þeir þurfa svo að velja úr bestu lögin sem fara á plötuna. Arnar Guðjónsson, oftast kenndur við hljómsveitina Leaves, er með Pollunum í hljóðverinu og stýrir upptökum. „Hann er kominn með Pollapönksgalla og er græni polli,“ bætir Arnar Þór við. „Við stefnum á að gefa út plötuna í vor en negld dagsetning liggur ekki fyrir.“ Arnar Þór segir að vonandi verði nokkra sumarslagara að finna á plötunni og að sveitin geti varla beðið eftir því að flytja nýja efnið á tónleikum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira