Efni á borðum þekktra listamanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 09:00 Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar Ásgeirssynir og Sæþór Kristjánsson mynda upptökuteymið, StopWaitGo. mynd/birgir þór harðarson „Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó Eurovision Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Við erum strax búnir að fá mjög góð viðbrögð. Það er klárt mál að þetta mun án efa opna fleiri dyr,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í íslenska upptökuteyminu StopWaitGo. Teymið átti bæði lögin í úrslitakeppninni í Eurosvision um helgina, Once Again sem Friðrik Dór söng og lagið Unbroken sem María Ólafsdóttir söng, en hún sigraði í keppninni að lokum. Spurðir út í hvað þessi frábæri árangur hafi í för með sér segir Ásgeir Orri að teymið þurfi að endurskipuleggja sín verkefni. „Það er mikið af spennandi hlutum að gerast hjá okkur í þessum töluðu orðum. Við megum bara því miður ekki tjá okkur um það að svo stöddu en það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Ásgeir Orri.Piltarnir í StopWaitGo hafa verið að vinna mikið úti í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst góðu fólki í tónlistargeiranum. „Við höfum verið að vinna talsvert með öðrum lagahöfundum í Bandaríkjunum og náum því að afkasta mun meira. Við höfum kynnst frábærum höfundum og myndað sterk tengsl. Það er gaman að leiða saman hugmyndir við aðra.“ Samstarfsaðilar strákanna hafa samið tónlist fyrir nöfn á borð Rihönnu, Snoop Dogg, Avril Lavigne og Christinu Aguilera, svo nokkur séu nefnd. Félagar Ásgeirs Orra í StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, eru báðir búsettir í Bandaríkjunum og starfa þar. Pálmi er á leiðinni út á fimmtudaginn en hann kom heim sérstaklega til þess að vera á úrslitakvöldinu. „Ég verð hérna heima að sjá um starfsemina á Íslandi. Það hefur verið þannig undanfarið og verður áfram,“ segir Ásgeir Orri. Þeir félagar vonast einnig til þess að velgengnin í Eurovision komi til með að hjálpa bæði Friðriki Dór og Maríu til þess að kynna sig á heimsvísu. „Það væri gaman að sjá að þetta komi til með að hjálpa þeim báðum að koma einhverju af stað erlendis.“Sigurvegarar kvöldsins. María Ólafsdóttir, ásamt strákunum í StopWaitGo, bakröddunum þeim Írisi Hólm Jónsdóttur og Ölmu Rut og dönsurunum Ellen Margréti Bæhrenz og Þóreyju Birgisdóttur. Fréttablaðið/Andri Marinó
Eurovision Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira