Aldraðir með heilabilun: Bundnir í stóla og gefið róandi vegna manneklu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Svava Bjarnadóttir hefur starfað á heilabilunardeildum í Danmörku og Íslandi. fréttablaðið/andri marínó Svava Bjarnadóttir varð mjög undrandi á aðstöðunni fyrir aldraðra á Íslandi þegar hún hóf störf á íslensku hjúkrunarheimili fyrir þremur árum. Svava hafði lært sjúkraliðann í Danmörku þar sem hún sérhæfði sig í umönnun heilabilaðra og starfaði í kjölfarið á hjúkrunarheimili þar í landi. „Ég fékk stöðu sem verkefnastjóri á heilabilunardeild hér á Íslandi og varð mjög brugðið við að upplifa muninn á þjónustunni á Íslandi og í Danmörku. Hér er fólk frekar bundið í hjólastóla og gefið róandi lyf, líklega vegna manneklu. Í Danmörku eru gerðar miklu strangari kröfur og allt gert til að sneiða hjá slíkum úrræðum. Ef róandi lyf er gefið er það gert að mjög ígrunduðu máli og það er sérstakur ráðgjafi frá öldrunargeðdeild sem ákveður hvort viðkomandi vistmaður er ólaður niður. Það sama gildir um beisli í rúmi.“Ein lyfta á allri deildinni Aðstæður og aðbúnaður hér á landi olli Svövu áhyggjum af bæði vistmönnum og starfsfólki. „Fólk er í tveggja manna herbergjum og engin aðstaða er til að koma fyrir lyftum eða öðrum hjálpartækjum. Starfsfólkið notar eigin krafta til að lyfta fólki. Það er eingöngu ein lyfta og eitt lyftustykki fyrir alla deildina. Það segir sig sjálft að þetta er ekki fólki bjóðandi,“ segir Svava og bætir við að hún vilji alls ekki gera lítið úr því duglega fólki sem starfi á hjúkrunarheimilum en það vanti sárlega faglært starfsfólk sem tali íslensku.Frásagnir aðstandenda aldraðra í helgarblaði Fréttablaðsins ríma við frásögn Svövu um manneklu, tímaskort og verkefnahlaðið starfsfólk á hjúkrunarheimilum sem ekki getur sinnt vistmönnum sem skyldi.mynd/getty„Í Danmörku vann ég á sextíu manna heimili og þar var ekkert ófaglært starfsfólk. Þeir sem hafa áhuga á starfinu eru hvattir til að fara í nám og fá fulla greiðslu á meðan á námi stendur. Einnig er gerð krafa um að fólk tali tungumálið.“Ekki mannsæmandi laun Þegar Svava leitaði að starfi eftir að hún flutti til landsins vildu allir nýta sérþekkingu hennar en enginn vildi borga mannsæmandi laun. „Launamálin voru algjör frumskógur og ég fékk látlaust þau svör að nú væri verið að skera niður út af hruninu. Á einu hjúkrunarheimilinu sem ég sótti um starf hjá var mér boðin byrjunarlaun sjúkraliða þrátt fyrir reynslu og sérhæfingu.“ Svava segir manneklu og fjárskort vissulega bitna á sjúklingunum. Að aðeins nauðsynlegustu þörfum hvers og eins sé sinnt og lítil örvun sé í dagskránni. Eftir tíu mánaða vinnu sem sjúkraliði sagði hún upp starfi sínu og fór að vinna sem dagmóðir. „Þetta er einnig reynsla annarra sjúkraliða sem hafa lært í Danmörku. Danskir þegnar fá mun betri þjónustu, betri tækjakost og rýmið er margfalt betra. Hver og einn vistmaður hefur sín hjálpartæki og aðstöðu fyrir hjólastól í herbergi sínu eða íbúð. Einnig hafa vistmenn svokallaðan tengil sem sér um að hvorki skorti hjálp né nauðsynjar og hver tengill hefur ekki nema þrjá skjólstæðinga svo allir fá þá þjónustu sem þeim ber.“ Tengdar fréttir Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00 Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42 Samfélagið bregst Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. 9. febrúar 2015 07:00 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu. 9. febrúar 2015 19:30 Hin hlandgullnu ár Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? 9. febrúar 2015 08:00 Lægstbjóðandi mannúðar Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Svava Bjarnadóttir varð mjög undrandi á aðstöðunni fyrir aldraðra á Íslandi þegar hún hóf störf á íslensku hjúkrunarheimili fyrir þremur árum. Svava hafði lært sjúkraliðann í Danmörku þar sem hún sérhæfði sig í umönnun heilabilaðra og starfaði í kjölfarið á hjúkrunarheimili þar í landi. „Ég fékk stöðu sem verkefnastjóri á heilabilunardeild hér á Íslandi og varð mjög brugðið við að upplifa muninn á þjónustunni á Íslandi og í Danmörku. Hér er fólk frekar bundið í hjólastóla og gefið róandi lyf, líklega vegna manneklu. Í Danmörku eru gerðar miklu strangari kröfur og allt gert til að sneiða hjá slíkum úrræðum. Ef róandi lyf er gefið er það gert að mjög ígrunduðu máli og það er sérstakur ráðgjafi frá öldrunargeðdeild sem ákveður hvort viðkomandi vistmaður er ólaður niður. Það sama gildir um beisli í rúmi.“Ein lyfta á allri deildinni Aðstæður og aðbúnaður hér á landi olli Svövu áhyggjum af bæði vistmönnum og starfsfólki. „Fólk er í tveggja manna herbergjum og engin aðstaða er til að koma fyrir lyftum eða öðrum hjálpartækjum. Starfsfólkið notar eigin krafta til að lyfta fólki. Það er eingöngu ein lyfta og eitt lyftustykki fyrir alla deildina. Það segir sig sjálft að þetta er ekki fólki bjóðandi,“ segir Svava og bætir við að hún vilji alls ekki gera lítið úr því duglega fólki sem starfi á hjúkrunarheimilum en það vanti sárlega faglært starfsfólk sem tali íslensku.Frásagnir aðstandenda aldraðra í helgarblaði Fréttablaðsins ríma við frásögn Svövu um manneklu, tímaskort og verkefnahlaðið starfsfólk á hjúkrunarheimilum sem ekki getur sinnt vistmönnum sem skyldi.mynd/getty„Í Danmörku vann ég á sextíu manna heimili og þar var ekkert ófaglært starfsfólk. Þeir sem hafa áhuga á starfinu eru hvattir til að fara í nám og fá fulla greiðslu á meðan á námi stendur. Einnig er gerð krafa um að fólk tali tungumálið.“Ekki mannsæmandi laun Þegar Svava leitaði að starfi eftir að hún flutti til landsins vildu allir nýta sérþekkingu hennar en enginn vildi borga mannsæmandi laun. „Launamálin voru algjör frumskógur og ég fékk látlaust þau svör að nú væri verið að skera niður út af hruninu. Á einu hjúkrunarheimilinu sem ég sótti um starf hjá var mér boðin byrjunarlaun sjúkraliða þrátt fyrir reynslu og sérhæfingu.“ Svava segir manneklu og fjárskort vissulega bitna á sjúklingunum. Að aðeins nauðsynlegustu þörfum hvers og eins sé sinnt og lítil örvun sé í dagskránni. Eftir tíu mánaða vinnu sem sjúkraliði sagði hún upp starfi sínu og fór að vinna sem dagmóðir. „Þetta er einnig reynsla annarra sjúkraliða sem hafa lært í Danmörku. Danskir þegnar fá mun betri þjónustu, betri tækjakost og rýmið er margfalt betra. Hver og einn vistmaður hefur sín hjálpartæki og aðstöðu fyrir hjólastól í herbergi sínu eða íbúð. Einnig hafa vistmenn svokallaðan tengil sem sér um að hvorki skorti hjálp né nauðsynjar og hver tengill hefur ekki nema þrjá skjólstæðinga svo allir fá þá þjónustu sem þeim ber.“
Tengdar fréttir Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00 Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42 Samfélagið bregst Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. 9. febrúar 2015 07:00 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu. 9. febrúar 2015 19:30 Hin hlandgullnu ár Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? 9. febrúar 2015 08:00 Lægstbjóðandi mannúðar Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra „Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 10. febrúar 2015 07:00
Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. 9. febrúar 2015 07:42
Samfélagið bregst Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það er að vilja verða gömul, og þá heilsuhraust. Fjarri er að öllum takist það. 9. febrúar 2015 07:00
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00
Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu. 9. febrúar 2015 19:30
Hin hlandgullnu ár Við berum æ fleiri til þess gæfu að fá að lifa lengur. Að verða gömul og grá á ævikvöldinu ljúfa. Eða, hversu mikil gæfa er það? 9. febrúar 2015 08:00
Lægstbjóðandi mannúðar Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. 9. febrúar 2015 07:00