Menning

Óperan Peter Grimes á Listahátíð í vor

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ólafur Kjartan er einn okkar fremstu söngvara á hinu alþjóðlega sviði.
Ólafur Kjartan er einn okkar fremstu söngvara á hinu alþjóðlega sviði. Vísir/GVA
Umfangsmikil tónleikauppfærsla á óperunni Peter Grimes eftir breska tónskáldið Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi 22. maí á Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Íslensku óperuna og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin, ástralski tenórinn Stuart Skelton verður í titilhlutverkinu. Hann var valinn söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári.

Susan Gritton verður í hlutverki Ellen Orford, hún hefur meðal annars sungið það við Scala-óperuna í Mílanó.

Ólafur Kjartan Sigurðarson verður í sínu fyrsta óperuhlutverki í Hörpu og önnur eru í höndum nokkurra af okkar þekktustu söngvurum.

Um tónsprotann heldur svo Daníel Bjarnason.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×