Fjallkóngurinn skaut féð sem átti að smala Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. janúar 2015 07:30 Frá leiðangrinum í nóvember. myndir/þuríður lillý sigurðardóttir Bóndi á bænum Kirkjubóli í Norðfirði er afar ósáttur með það hvernig staðið var að smalamennsku í sunnanverðum Mjóafirði í nóvember í fyrra. Sjö kindur, af þeim átta sem átti að sækja, voru skotnar á færi. „Mér þykir mjög dapurt að fjallskilastjóri hafi farið af stað án þess að ræða við okkur,“ segir Ólafía Sigrún Einarsdóttir, bóndi á Kirkjubóli. Samkvæmt gangnaseðli Fjarðabyggðar stóð til að smala sunnanverðan Mjóafjörð, frá Nípu að Súlu við Reyki, 18. október síðastliðinn. Myndi sveitarfélagið leggja til fimm menn en ábúendur á Kirkjubóli einn. Þegar gangnadagur rann upp var veður slíkt að ekki þótti tækt að standa í fjárrekstri og það sama var uppi á teningnum daginn eftir. Var smalamennsku frestað um óákveðinn tíma.Sigurður fjallkóngur til hægri ásamt öðrum þeirra sem smalaði með honum.mynd/þuríður lillý sigurðardóttirÞann 3. nóvember lagði Sigurður Baldursson, fjallskilastjóri Fjarðabyggðar og bóndi á Sléttu í Reyðarfirði, af stað í verkið við þriðja mann. Kindurnar, sumar hverjar útigengnar, hlupu í sjálfheldu og mat hann þann kost vænlegastan að skjóta féð á færi. Einn lambhrútur náðist lifandi. „Hún telur sig hafa átt kindurnar en vegna aðstæðna þá var ekki hægt að markskoða hræin,“ segir Sigurður Baldursson fjallskilastjóri. Kindurnar hafi hlaupið í björg og hann hafi aðeins átt þann kost að skjóta þær á færi. Þau hafi náð ómörkuðum lambhrút lifandi og getað markskoðað móður hans. Honum var skilað til Ólafíu. „Það lék aldrei neinn vafi á því hvaðan þessar kindur væru. Við áttum þær allar,“ segir Ólafía. Hún kveður hræ kinda hafa rekið á fjörur og að þau hafi borið hennar mark. Henni fróðari menn telji einnig að hvergi sé sjálfheldu að finna á svæðinu. Ólafía sendi bæjarráði Fjarðabyggðar bréf í lok nóvember og setti út á framkvæmd smalamennskunnar. Hún fór þess á leit að ábúendum á Kirkjubóli yrði bætt tjónið. Bæjarráð svaraði bréfinu þann 12. janúar en í millitíðinni hafði verið leitað umsagnar Matvælastofnunar. Þar er gagnrýnt að svæðið hafi ekki verið smalað á tilskildum tíma og að það hafi ekki verið smalað undanfarin ár. Niðurstaðan er þó sú að úr því sem komið var hafi Sigurði verið nauðugur einn kostur að farga fénu. „Það sem mér sárnar mest er ekki tjónið heldur aðförin að kindunum. Það er mín tilfinning að ekki hafi staðið til að ná þeim á lífi,“ segir Ólafía. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Bóndi á bænum Kirkjubóli í Norðfirði er afar ósáttur með það hvernig staðið var að smalamennsku í sunnanverðum Mjóafirði í nóvember í fyrra. Sjö kindur, af þeim átta sem átti að sækja, voru skotnar á færi. „Mér þykir mjög dapurt að fjallskilastjóri hafi farið af stað án þess að ræða við okkur,“ segir Ólafía Sigrún Einarsdóttir, bóndi á Kirkjubóli. Samkvæmt gangnaseðli Fjarðabyggðar stóð til að smala sunnanverðan Mjóafjörð, frá Nípu að Súlu við Reyki, 18. október síðastliðinn. Myndi sveitarfélagið leggja til fimm menn en ábúendur á Kirkjubóli einn. Þegar gangnadagur rann upp var veður slíkt að ekki þótti tækt að standa í fjárrekstri og það sama var uppi á teningnum daginn eftir. Var smalamennsku frestað um óákveðinn tíma.Sigurður fjallkóngur til hægri ásamt öðrum þeirra sem smalaði með honum.mynd/þuríður lillý sigurðardóttirÞann 3. nóvember lagði Sigurður Baldursson, fjallskilastjóri Fjarðabyggðar og bóndi á Sléttu í Reyðarfirði, af stað í verkið við þriðja mann. Kindurnar, sumar hverjar útigengnar, hlupu í sjálfheldu og mat hann þann kost vænlegastan að skjóta féð á færi. Einn lambhrútur náðist lifandi. „Hún telur sig hafa átt kindurnar en vegna aðstæðna þá var ekki hægt að markskoða hræin,“ segir Sigurður Baldursson fjallskilastjóri. Kindurnar hafi hlaupið í björg og hann hafi aðeins átt þann kost að skjóta þær á færi. Þau hafi náð ómörkuðum lambhrút lifandi og getað markskoðað móður hans. Honum var skilað til Ólafíu. „Það lék aldrei neinn vafi á því hvaðan þessar kindur væru. Við áttum þær allar,“ segir Ólafía. Hún kveður hræ kinda hafa rekið á fjörur og að þau hafi borið hennar mark. Henni fróðari menn telji einnig að hvergi sé sjálfheldu að finna á svæðinu. Ólafía sendi bæjarráði Fjarðabyggðar bréf í lok nóvember og setti út á framkvæmd smalamennskunnar. Hún fór þess á leit að ábúendum á Kirkjubóli yrði bætt tjónið. Bæjarráð svaraði bréfinu þann 12. janúar en í millitíðinni hafði verið leitað umsagnar Matvælastofnunar. Þar er gagnrýnt að svæðið hafi ekki verið smalað á tilskildum tíma og að það hafi ekki verið smalað undanfarin ár. Niðurstaðan er þó sú að úr því sem komið var hafi Sigurði verið nauðugur einn kostur að farga fénu. „Það sem mér sárnar mest er ekki tjónið heldur aðförin að kindunum. Það er mín tilfinning að ekki hafi staðið til að ná þeim á lífi,“ segir Ólafía.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira