Starfsemin sett í óvissu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2015 07:30 Svava Björk Mörk vísir/ernir Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp rekstrarsamningi sínum við ungbarnaleikskólann Bjarma. Eigendum skólans var tilkynnt um þetta á fundi síðasta föstudag. Að öllu óbreyttu mun skólinn hætta rekstri að sex mánuðum liðnum. Áætlað er að aðgerðin spari bænum um 72 milljónir króna. Tillaga um samningsriftunina var samþykkt í fræðsluráði á mánudag. Í fundargerð er tekið fram að ástæða breytingarinnar sé að hafnfirskum börnum á leikskólaaldri muni fækka um 300 á næstu fimm árum. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar og Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þess efnis að þeir teldu ótækt að svigrúmið, sem við það myndast, væri ekki nýtt til að lækka inntökualdur á leikskóla bæjarins. „Við erum í raun alveg orðlausar,“ segir Svava Björg Mörk en hún á Bjarma ásamt Helgu Björgu Axelsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 2008 og sinnir 24 börnum á aldrinum hálfs til tveggja ára. „Það sem við lesum út úr þessu er að stefna bæjarins sé á þann veg að æskilegt sé að halda hlutfalli fagmenntaðra sem lægstu,“ segir Svava. Þær hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni á fundinum heldur lesið um þær síðar. Þá hafi því verið borið við að kostnaður við hvert barngildi á Bjarma sé tæpum fimmtungi hærri en á hinum tveimur einkareknu leikskólum bæjarins. Svava segir þann mun skýrast af því að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna skólans sé hærra en hjá öðrum leikskólum Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir„Við skerum okkur úr að því leyti að við uppfyllum lagaskilyrði um hlutfall fagmenntaðra,“ segir Svava. Hún bætir við að verið sé að skoða hvaða aðgerða hægt sé að grípa til vegna málsins en hvernig sem allt fari muni það vera í forgangi að starf leikskólans skerðist ekki sökum ástandsins. „Að svo stöddu er ekki hægt að lækka leikskólaaldurinn þótt viljinn sé fyrir hendi. Staða bæjarins býður einfaldlega ekki upp á það,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún segir breytingarnar ekki á nokkurn hátt fela í sér nokkra skerðingu á þjónustu. Þau pláss sem Bjarmi býður upp á færist til annarra leikskóla. „Markmiðið var að finna út hvaða einingar í kerfinu væru óhagstæðastar og hverjar hagstæðari. Samningurinn milli Hafnarfjarðar og Bjarma var mjög óhagstæður og því var honum sagt upp,“ segir Rósa. Uppsagnarfresturinn sé sex mánuðir og það hafi legið lengi fyrir að gera þurfi breytingar. „Finnist önnur leið til að taka á málinu verður hún skoðuð þegar þar að kemur.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp rekstrarsamningi sínum við ungbarnaleikskólann Bjarma. Eigendum skólans var tilkynnt um þetta á fundi síðasta föstudag. Að öllu óbreyttu mun skólinn hætta rekstri að sex mánuðum liðnum. Áætlað er að aðgerðin spari bænum um 72 milljónir króna. Tillaga um samningsriftunina var samþykkt í fræðsluráði á mánudag. Í fundargerð er tekið fram að ástæða breytingarinnar sé að hafnfirskum börnum á leikskólaaldri muni fækka um 300 á næstu fimm árum. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar og Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þess efnis að þeir teldu ótækt að svigrúmið, sem við það myndast, væri ekki nýtt til að lækka inntökualdur á leikskóla bæjarins. „Við erum í raun alveg orðlausar,“ segir Svava Björg Mörk en hún á Bjarma ásamt Helgu Björgu Axelsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 2008 og sinnir 24 börnum á aldrinum hálfs til tveggja ára. „Það sem við lesum út úr þessu er að stefna bæjarins sé á þann veg að æskilegt sé að halda hlutfalli fagmenntaðra sem lægstu,“ segir Svava. Þær hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni á fundinum heldur lesið um þær síðar. Þá hafi því verið borið við að kostnaður við hvert barngildi á Bjarma sé tæpum fimmtungi hærri en á hinum tveimur einkareknu leikskólum bæjarins. Svava segir þann mun skýrast af því að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna skólans sé hærra en hjá öðrum leikskólum Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir„Við skerum okkur úr að því leyti að við uppfyllum lagaskilyrði um hlutfall fagmenntaðra,“ segir Svava. Hún bætir við að verið sé að skoða hvaða aðgerða hægt sé að grípa til vegna málsins en hvernig sem allt fari muni það vera í forgangi að starf leikskólans skerðist ekki sökum ástandsins. „Að svo stöddu er ekki hægt að lækka leikskólaaldurinn þótt viljinn sé fyrir hendi. Staða bæjarins býður einfaldlega ekki upp á það,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún segir breytingarnar ekki á nokkurn hátt fela í sér nokkra skerðingu á þjónustu. Þau pláss sem Bjarmi býður upp á færist til annarra leikskóla. „Markmiðið var að finna út hvaða einingar í kerfinu væru óhagstæðastar og hverjar hagstæðari. Samningurinn milli Hafnarfjarðar og Bjarma var mjög óhagstæður og því var honum sagt upp,“ segir Rósa. Uppsagnarfresturinn sé sex mánuðir og það hafi legið lengi fyrir að gera þurfi breytingar. „Finnist önnur leið til að taka á málinu verður hún skoðuð þegar þar að kemur.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira