Starfsemin sett í óvissu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2015 07:30 Svava Björk Mörk vísir/ernir Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp rekstrarsamningi sínum við ungbarnaleikskólann Bjarma. Eigendum skólans var tilkynnt um þetta á fundi síðasta föstudag. Að öllu óbreyttu mun skólinn hætta rekstri að sex mánuðum liðnum. Áætlað er að aðgerðin spari bænum um 72 milljónir króna. Tillaga um samningsriftunina var samþykkt í fræðsluráði á mánudag. Í fundargerð er tekið fram að ástæða breytingarinnar sé að hafnfirskum börnum á leikskólaaldri muni fækka um 300 á næstu fimm árum. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar og Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þess efnis að þeir teldu ótækt að svigrúmið, sem við það myndast, væri ekki nýtt til að lækka inntökualdur á leikskóla bæjarins. „Við erum í raun alveg orðlausar,“ segir Svava Björg Mörk en hún á Bjarma ásamt Helgu Björgu Axelsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 2008 og sinnir 24 börnum á aldrinum hálfs til tveggja ára. „Það sem við lesum út úr þessu er að stefna bæjarins sé á þann veg að æskilegt sé að halda hlutfalli fagmenntaðra sem lægstu,“ segir Svava. Þær hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni á fundinum heldur lesið um þær síðar. Þá hafi því verið borið við að kostnaður við hvert barngildi á Bjarma sé tæpum fimmtungi hærri en á hinum tveimur einkareknu leikskólum bæjarins. Svava segir þann mun skýrast af því að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna skólans sé hærra en hjá öðrum leikskólum Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir„Við skerum okkur úr að því leyti að við uppfyllum lagaskilyrði um hlutfall fagmenntaðra,“ segir Svava. Hún bætir við að verið sé að skoða hvaða aðgerða hægt sé að grípa til vegna málsins en hvernig sem allt fari muni það vera í forgangi að starf leikskólans skerðist ekki sökum ástandsins. „Að svo stöddu er ekki hægt að lækka leikskólaaldurinn þótt viljinn sé fyrir hendi. Staða bæjarins býður einfaldlega ekki upp á það,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún segir breytingarnar ekki á nokkurn hátt fela í sér nokkra skerðingu á þjónustu. Þau pláss sem Bjarmi býður upp á færist til annarra leikskóla. „Markmiðið var að finna út hvaða einingar í kerfinu væru óhagstæðastar og hverjar hagstæðari. Samningurinn milli Hafnarfjarðar og Bjarma var mjög óhagstæður og því var honum sagt upp,“ segir Rósa. Uppsagnarfresturinn sé sex mánuðir og það hafi legið lengi fyrir að gera þurfi breytingar. „Finnist önnur leið til að taka á málinu verður hún skoðuð þegar þar að kemur.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur sagt upp rekstrarsamningi sínum við ungbarnaleikskólann Bjarma. Eigendum skólans var tilkynnt um þetta á fundi síðasta föstudag. Að öllu óbreyttu mun skólinn hætta rekstri að sex mánuðum liðnum. Áætlað er að aðgerðin spari bænum um 72 milljónir króna. Tillaga um samningsriftunina var samþykkt í fræðsluráði á mánudag. Í fundargerð er tekið fram að ástæða breytingarinnar sé að hafnfirskum börnum á leikskólaaldri muni fækka um 300 á næstu fimm árum. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar og Vinstri grænna, greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun þess efnis að þeir teldu ótækt að svigrúmið, sem við það myndast, væri ekki nýtt til að lækka inntökualdur á leikskóla bæjarins. „Við erum í raun alveg orðlausar,“ segir Svava Björg Mörk en hún á Bjarma ásamt Helgu Björgu Axelsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 2008 og sinnir 24 börnum á aldrinum hálfs til tveggja ára. „Það sem við lesum út úr þessu er að stefna bæjarins sé á þann veg að æskilegt sé að halda hlutfalli fagmenntaðra sem lægstu,“ segir Svava. Þær hafi ekki fengið neinar ástæður fyrir uppsögninni á fundinum heldur lesið um þær síðar. Þá hafi því verið borið við að kostnaður við hvert barngildi á Bjarma sé tæpum fimmtungi hærri en á hinum tveimur einkareknu leikskólum bæjarins. Svava segir þann mun skýrast af því að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna skólans sé hærra en hjá öðrum leikskólum Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir„Við skerum okkur úr að því leyti að við uppfyllum lagaskilyrði um hlutfall fagmenntaðra,“ segir Svava. Hún bætir við að verið sé að skoða hvaða aðgerða hægt sé að grípa til vegna málsins en hvernig sem allt fari muni það vera í forgangi að starf leikskólans skerðist ekki sökum ástandsins. „Að svo stöddu er ekki hægt að lækka leikskólaaldurinn þótt viljinn sé fyrir hendi. Staða bæjarins býður einfaldlega ekki upp á það,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún segir breytingarnar ekki á nokkurn hátt fela í sér nokkra skerðingu á þjónustu. Þau pláss sem Bjarmi býður upp á færist til annarra leikskóla. „Markmiðið var að finna út hvaða einingar í kerfinu væru óhagstæðastar og hverjar hagstæðari. Samningurinn milli Hafnarfjarðar og Bjarma var mjög óhagstæður og því var honum sagt upp,“ segir Rósa. Uppsagnarfresturinn sé sex mánuðir og það hafi legið lengi fyrir að gera þurfi breytingar. „Finnist önnur leið til að taka á málinu verður hún skoðuð þegar þar að kemur.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira