Ekkert stórt nafn spilar á undan Freyr Bjarnason skrifar 26. janúar 2015 12:30 Þótt tónleikarnir með Neil Young hafi gengið vel í fyrra verða engir tónleikar í líkingu við þá í sumar. Vísir/Vilhelm Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian. ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian.
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira