Innlent

Of seint að hætta við sorphirðuútboð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Útboð á sorphirðu er í bígerð í Norðurþingi.
Útboð á sorphirðu er í bígerð í Norðurþingi. Fréttablaðið/GVA
Minnihlutinn í bæjarstjórn Norðurþings vill láta skoða þann möguleika að sveitarfélagið annist sjálft sorphirðu og flokkun á Húsavík og í Reykjahverfi. Þannig „fækkar sérsamningum og flækjustig vegna aukaverka minnkar“, segir minnihlutinn í framkvæmdanefnd Norðurþings.

Fulltrúar meirihlutans segja tillöguna of seint fram komna því vinnsla útboðsgagna vegna sorphirðu sé langt komin og útboðið hafi verið „forkynnt“. Hins vegar megi hafna öllum tilboðum ef þau þykja ekki hagstæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×