Innlent

Slökkt á ljósastaurum í sparnaðarskyni

ingvar haraldsson skrifar
Aðeins er kveikt á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni.
Aðeins er kveikt á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni. vísir/vilhelm
Aðeins er kveikt á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ákveðið hafi verið að slökkva á öðrum hverjum staur í sparnaðarskyni fljótlega eftir hrun. Að sögn Péturs sparar Vegagerðin með þessu milljónir á hverju ári.

Aðspurður hvort lýsingin ógni ekki öryggi ökumanna segir Pétur ekki svo vera. „Lýsingin hjálpar fólki að sjá leiðina fram undan fremur en að lýsa veginn sem slíkan,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×