Innlent

Mikil sköpunargleði á bráðamóttökunni

ingvar haraldsson skrifar
Yfir 70 prósent starfsfólks bráðamóttökunnar telur sig skapandi.
Yfir 70 prósent starfsfólks bráðamóttökunnar telur sig skapandi. vísir/ernir
„Það kom mér skemmtilega á óvart hvað starfsfólkið upplifir sig skapandi,“ segir Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, um niðurstöður könnunar sem hún gerði um sköpunargleði starfsfólks á bráðamóttöku Landspítalans.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að ríflega tveir af hverjum þremur starfsmönnum bráðamóttökunnar telja sig skapandi og að sköpunargleði sé mikilvæg í þeirra huga.

Birna segir að mörgum hugnist illa hugmyndin um skapandi starfsfólk á bráðamóttöku því margir misskilji hvað sköpun er. Út frá skilgreiningunni á sköpunargleði: hugsanamynstur sem leiðir af sér nýjar og nytsamlegar hugmyndir, geti heilbrigðisstarfsfólk gert ýmislegt skapandi að sögn Birnu. „Til dæmis að nýta niðurstöður úr rannsóknum, finna nýjar leiðir til að koma sjúklingum fyrir þegar deild er full eða finna nýjar leiðir til að eiga betri samskipti við sjúklinga og samstarfsfólk,“ segir hún. 

Hún segir að niðurstöður könnunarinnar bendi til að yfirmenn geti ýtt undir sköpunargleði. „Leiðtogastíllinn þjónandi forysta, þar sem stjórnandi einbeitir sér að því að efla samstarfsfólk sitt, virðist ýta undir sköpunargleði,“ segir Birna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.