Varar unglinga við hvatvísi á Snapchat Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Inni á rásinni er að finna gróft myndefni, m.a. af kynferðislegum toga og myndir af fíkniefnum og fíkniefnaneyslu. Mynd/skjáskot af síðunni „Það þarf að koma því á framfæri að þetta sé ekki eftirsóknarvert líferni og skili þeim ekki góðu. Það er auðvitað mjög alvarlegt að þetta sé til,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, um Snapchat-rásina Saurlifnað sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Rásin er vinsæl meðal ungmenna. Þar er meðal annars deilt grófum nektarmyndum ásamt myndum og myndbrotum af eiturlyfjaneyslu. Heimili og skóli er umsjónaraðili forvarnaverkefnisins SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Hrefna segir það vera áhyggjuefni að börn undir lögaldri noti rásina, þar sem dreift er mjög grófu efni. „Við fáum mjög oft ábendingar um hitt og þetta sem er athugavert á netinu en vissum ekki af þessu fyrr en farið var að fjalla um það. Það er þekkt fyrirbæri að þegar svona síður eru teknar niður þá skjóti þær strax upp kollinum aftur,“ segir Hrefna.Hrefna SigurjónsdóttirEfnið sem deilt er inn á Snapchat-rásina er aðgengilegt þar í sólarhring en það þarf ekki að þýða að það sé horfið eftir það þar sem hægt er að taka skjáskot auk þess sem sérstök forrit eru til sem vista allt efni af Snapchat. Hrefna segir ungmenni almennt vera meðvituð vegna fræðslu um að það efni sem fer inn á internetið geti farið í dreifingu. „Að minnsta kosti þau sem eldri eru. Það er samt ekki alltaf hindrun, hjá sumum er það hindrun en þau hugsa oft ekki þannig á þeim tímapunkti og láta vaða og hugsa ekki endilega lengra. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir sem hafa ekki áttað sig á því og eru bara hvatvísir og vilja vera með í fjörinu,“ segir hún. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um internetnotkun barna sinna og fræði þau um þær hættur sem leynast á vefnum. „Það er þannig að allt sem er bannað er mjög spennandi. Eins og með þetta, þá er svo auðvelt að komast inn á þetta. Þetta er forvitni en þau sjá efni sem er ekki við þeirra hæfi og það er verið að „normalísera“ það. Þess vegna þarf að fræða þau. Við leggjum líka mikla áherslu á að ef þú gerir mistök og lendir í vandræðum, þá er það ekki heimsendir og það er allt í lagi að leita sér hjálpar. Það er hægt að hringja í okkur og Hjálparsíma Rauða krossins. Það er alltaf einhver sem er hægt að tala við,“ segir hún og bendir í þessu samhengi á heimasíðu SAFT, saft.is, þar sem er að finna fræðsluefni bæði fyrir börn og fullorðna. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
„Það þarf að koma því á framfæri að þetta sé ekki eftirsóknarvert líferni og skili þeim ekki góðu. Það er auðvitað mjög alvarlegt að þetta sé til,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, um Snapchat-rásina Saurlifnað sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Rásin er vinsæl meðal ungmenna. Þar er meðal annars deilt grófum nektarmyndum ásamt myndum og myndbrotum af eiturlyfjaneyslu. Heimili og skóli er umsjónaraðili forvarnaverkefnisins SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Hrefna segir það vera áhyggjuefni að börn undir lögaldri noti rásina, þar sem dreift er mjög grófu efni. „Við fáum mjög oft ábendingar um hitt og þetta sem er athugavert á netinu en vissum ekki af þessu fyrr en farið var að fjalla um það. Það er þekkt fyrirbæri að þegar svona síður eru teknar niður þá skjóti þær strax upp kollinum aftur,“ segir Hrefna.Hrefna SigurjónsdóttirEfnið sem deilt er inn á Snapchat-rásina er aðgengilegt þar í sólarhring en það þarf ekki að þýða að það sé horfið eftir það þar sem hægt er að taka skjáskot auk þess sem sérstök forrit eru til sem vista allt efni af Snapchat. Hrefna segir ungmenni almennt vera meðvituð vegna fræðslu um að það efni sem fer inn á internetið geti farið í dreifingu. „Að minnsta kosti þau sem eldri eru. Það er samt ekki alltaf hindrun, hjá sumum er það hindrun en þau hugsa oft ekki þannig á þeim tímapunkti og láta vaða og hugsa ekki endilega lengra. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir sem hafa ekki áttað sig á því og eru bara hvatvísir og vilja vera með í fjörinu,“ segir hún. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um internetnotkun barna sinna og fræði þau um þær hættur sem leynast á vefnum. „Það er þannig að allt sem er bannað er mjög spennandi. Eins og með þetta, þá er svo auðvelt að komast inn á þetta. Þetta er forvitni en þau sjá efni sem er ekki við þeirra hæfi og það er verið að „normalísera“ það. Þess vegna þarf að fræða þau. Við leggjum líka mikla áherslu á að ef þú gerir mistök og lendir í vandræðum, þá er það ekki heimsendir og það er allt í lagi að leita sér hjálpar. Það er hægt að hringja í okkur og Hjálparsíma Rauða krossins. Það er alltaf einhver sem er hægt að tala við,“ segir hún og bendir í þessu samhengi á heimasíðu SAFT, saft.is, þar sem er að finna fræðsluefni bæði fyrir börn og fullorðna.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira