Innlent

Ásta flaug með börnin utan í gær

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Ásta Gunnlaugsdóttir Segir óvissu í Bandaríkjunum taka við af öryggi á Íslandi.
Ásta Gunnlaugsdóttir Segir óvissu í Bandaríkjunum taka við af öryggi á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm
Ásta Gunnlaugsdóttir fór með börn sín tvö af landi brott í gær.

Ástu var gert að afhenda barnsföður sínum börnin eftir að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjaness sem hafði úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu barnanna í hættu að taka þau úr umsjá móður þeirra.

Faðir Ástu fór utan með henni og barnabörnum sínum til að verða henni innan handar þar til dómstólar vestanhafs hafa tekið málið fyrir.

Ásta sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún vissi ekki hvað tæki við eftir að hún færi út eða hversu langan tíma það myndi taka fyrir dómstóla að úrskurða í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×