Óþarft að hækka vástig Fanney Biarna Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2015 07:00 Vangaveltur þingmannsins hafa vakið hörð viðbrögð meðal samflokksmanna hans. Fréttablaðið/Vilhelm „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira