HönnunarMars í sjöunda sinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. janúar 2015 11:00 Sara Jónsdóttir stýrir HönnunarMars en hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Reykjavík með þátttöku fjölda hönnuða. mynd/stefán HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“ HönnunarMars Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“
HönnunarMars Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira