Innlent

Óvægnar skopmyndir eru ekki nýmæli

1940: Á leiðinni í stríð
1940: Á leiðinni í stríð
Árið 1941 teiknaði David Low þessa mynd af Winston Churchill forsætisráðherra, sem tókst að fá allan þingheim með sér í stríðið.

1999: Bandarískur lögregluþjónn
Bandarískur lögregluþjónn sem skemmtir sér hið besta við skotbakkann í tívolíinu á forsíðu tímaritsins The New Yorker árið 1999. 

1984: Kissinger og heimurinn
„Kissinger riðlast á heiminum“ er heiti þessarar skopmyndar, sem David Levine teiknaði árið 1984.

1916: Hinn fullkomni hermaður
Hinn fullkomni hermaður loksins fundinn. Bandarísk skopmynd frá árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, teiknuð af Robert Minor.

1916: Dauðadansinn
Dauðadansinn. Þýskaland dansar þarna tangó við Evrópu. Myndina teiknaði hinn hollenski Louis Raemaekers árið 1916. 

1871: Apinn Darwin
Ein þekktasta skopmynd sögunnar er af Charles Darwin frá árinu 1871, en lengi vel var óspart grín gert að honum fyrir að láta sér detta í hug að maðurinn ætti sér þróunarsögu frekar en að hafa stokkið alskapaður inn á sjónarsviðið.

1939: Hitler og Stalín
Leiðtogar nasismans og Sovétríkjanna bugta sig hvor fyrir öðrum, en Hitler segir: „Úrhrak jarðar, geri ég ráð fyrir?“ og Stalín svarar: „Hinn blóði drifni morðingi verkalýðsins, býst ég við?“ Breski teiknarinn David Low teiknaði myndina árið 1939. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×