Flytur til Denver og klárar plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. janúar 2015 11:00 Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, kveður Ísland í bili. fréttablaðið/Daníel „Ég ætla aðeins að skreppa og verð í þrjá mánuði í senn en kem svo aðeins heim á milli,“ segir tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Mr. Silla. Hún er að flytja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Denver í Colorado, og fer út 10. janúar. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurlaug. Hún hefur þó aldrei komið til borgarinnar áður og því mikil tilhlökkun fyrir nýju ævintýri. Sigurlaug ætlar að einbeita sér að tónlistinni í Bandaríkjunum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu og kem til með að klára hana úti.“ Hún er jafnframt fyrsta sólóplata Sigurlaugar. „Ég hef gefið út nokkrar plötur en þær hafa verið svona samstarfsplötur, Mr. Silla & Mongoose og með Múm,“ bætir Sigurlaug við. Hún syngur öll lögin og leikur einnig á flest hljóðfærin sem á plötunni eru. „Mike Lindsay pródúserar plötuna og spilar einnig inn á hana. Tyle Ludwick spilar á gítar.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær platan kemur út. Sigurlaug heldur kveðjutónleika í Mengi, fimmtudagskvöldið 8. janúar næstkomandi. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég ætla aðeins að skreppa og verð í þrjá mánuði í senn en kem svo aðeins heim á milli,“ segir tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Mr. Silla. Hún er að flytja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Denver í Colorado, og fer út 10. janúar. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurlaug. Hún hefur þó aldrei komið til borgarinnar áður og því mikil tilhlökkun fyrir nýju ævintýri. Sigurlaug ætlar að einbeita sér að tónlistinni í Bandaríkjunum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu og kem til með að klára hana úti.“ Hún er jafnframt fyrsta sólóplata Sigurlaugar. „Ég hef gefið út nokkrar plötur en þær hafa verið svona samstarfsplötur, Mr. Silla & Mongoose og með Múm,“ bætir Sigurlaug við. Hún syngur öll lögin og leikur einnig á flest hljóðfærin sem á plötunni eru. „Mike Lindsay pródúserar plötuna og spilar einnig inn á hana. Tyle Ludwick spilar á gítar.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær platan kemur út. Sigurlaug heldur kveðjutónleika í Mengi, fimmtudagskvöldið 8. janúar næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira