Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Allt að átján manns gætu starfað í Stykkishólmi við þörungavinnslu og enn fleiri ef þangskurður og -flutningur er meðtalinn. „Okkur líst prýðilega á þetta en það þarf undirbúning,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um hugmyndir um þörungavinnslu í bænum. Írskir eigendur Kalkþörungafélagsins í Bíldudal hafa kynnt áform um að skera þang og þörunga í Breiðafirði til vinnslu í Stykkishólmi undir merkjum félagsins Deltagen Iceland.Þörungavinnsla hófst á Reykhólum árið 1986, fyrir nærri þrjátíu árum.Fréttablaðið/GVASturla Böðvarsson segir viðræðurnar við forsvarsmenn Deltagen meðal annars hafa snúist um staðsetningu vinnslunnar. Rætt hafi verið um stað nærri hafnaraðstöðu í námunda við skipasmíðastöðina. „Það er verið að tala um fimmtán til átján manna vinnustað. Þar að auki eru þeir sem sinna þangslætti og söfnun á þangi og þróunar- og tæknivinnu og öðrum störfum sem fylgja. Þetta er í samræmi við þeirra áætlanir sem þeir hafa kynnt fyrir okkur og ég hef kynnt í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd og umhverfisnefnd,“ segir Sturla.Sturla BöðvarssonBæjarstjórinn segir bæði þurfa að skoða málið út frá skipulagslegu sjónarhorni og út frá markmiðum um nýtingu auðlinda í Breiðafirði. „Það er talið að það sé tiltölulega lítill partur sem er nýttur,“ segir Sturla sem undirstrikar að málið sé á frumstigi og að stigið verði varlega til jarðar. „Þessir erlendu aðilar virðast átta sig mjög vel á því hvaða kröfur eru gerðar til umhverfismála og annars hér hjá okkur.“ Að sögn Sturlu gera áætlanir Deltagen Iceland ráð fyrir meiri vinnslu á hráefninu en sé í þörungavinnslunni á Reykhólum. „Þeir hjá Reykhólaverksmiðjunni eru að nýta þetta í mjöl en hjá Deltagen eru þeir að tala um að vinna þetta einhverjum þrepum lengra.“ Sturla segir um að ræða samstarfsverkefni sem menn séu áhugasamir um að verði að veruleika. „Við eigum í mjög jákvæðum viðræðum,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
„Okkur líst prýðilega á þetta en það þarf undirbúning,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um hugmyndir um þörungavinnslu í bænum. Írskir eigendur Kalkþörungafélagsins í Bíldudal hafa kynnt áform um að skera þang og þörunga í Breiðafirði til vinnslu í Stykkishólmi undir merkjum félagsins Deltagen Iceland.Þörungavinnsla hófst á Reykhólum árið 1986, fyrir nærri þrjátíu árum.Fréttablaðið/GVASturla Böðvarsson segir viðræðurnar við forsvarsmenn Deltagen meðal annars hafa snúist um staðsetningu vinnslunnar. Rætt hafi verið um stað nærri hafnaraðstöðu í námunda við skipasmíðastöðina. „Það er verið að tala um fimmtán til átján manna vinnustað. Þar að auki eru þeir sem sinna þangslætti og söfnun á þangi og þróunar- og tæknivinnu og öðrum störfum sem fylgja. Þetta er í samræmi við þeirra áætlanir sem þeir hafa kynnt fyrir okkur og ég hef kynnt í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd og umhverfisnefnd,“ segir Sturla.Sturla BöðvarssonBæjarstjórinn segir bæði þurfa að skoða málið út frá skipulagslegu sjónarhorni og út frá markmiðum um nýtingu auðlinda í Breiðafirði. „Það er talið að það sé tiltölulega lítill partur sem er nýttur,“ segir Sturla sem undirstrikar að málið sé á frumstigi og að stigið verði varlega til jarðar. „Þessir erlendu aðilar virðast átta sig mjög vel á því hvaða kröfur eru gerðar til umhverfismála og annars hér hjá okkur.“ Að sögn Sturlu gera áætlanir Deltagen Iceland ráð fyrir meiri vinnslu á hráefninu en sé í þörungavinnslunni á Reykhólum. „Þeir hjá Reykhólaverksmiðjunni eru að nýta þetta í mjöl en hjá Deltagen eru þeir að tala um að vinna þetta einhverjum þrepum lengra.“ Sturla segir um að ræða samstarfsverkefni sem menn séu áhugasamir um að verði að veruleika. „Við eigum í mjög jákvæðum viðræðum,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira