Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Allt að átján manns gætu starfað í Stykkishólmi við þörungavinnslu og enn fleiri ef þangskurður og -flutningur er meðtalinn. „Okkur líst prýðilega á þetta en það þarf undirbúning,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um hugmyndir um þörungavinnslu í bænum. Írskir eigendur Kalkþörungafélagsins í Bíldudal hafa kynnt áform um að skera þang og þörunga í Breiðafirði til vinnslu í Stykkishólmi undir merkjum félagsins Deltagen Iceland.Þörungavinnsla hófst á Reykhólum árið 1986, fyrir nærri þrjátíu árum.Fréttablaðið/GVASturla Böðvarsson segir viðræðurnar við forsvarsmenn Deltagen meðal annars hafa snúist um staðsetningu vinnslunnar. Rætt hafi verið um stað nærri hafnaraðstöðu í námunda við skipasmíðastöðina. „Það er verið að tala um fimmtán til átján manna vinnustað. Þar að auki eru þeir sem sinna þangslætti og söfnun á þangi og þróunar- og tæknivinnu og öðrum störfum sem fylgja. Þetta er í samræmi við þeirra áætlanir sem þeir hafa kynnt fyrir okkur og ég hef kynnt í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd og umhverfisnefnd,“ segir Sturla.Sturla BöðvarssonBæjarstjórinn segir bæði þurfa að skoða málið út frá skipulagslegu sjónarhorni og út frá markmiðum um nýtingu auðlinda í Breiðafirði. „Það er talið að það sé tiltölulega lítill partur sem er nýttur,“ segir Sturla sem undirstrikar að málið sé á frumstigi og að stigið verði varlega til jarðar. „Þessir erlendu aðilar virðast átta sig mjög vel á því hvaða kröfur eru gerðar til umhverfismála og annars hér hjá okkur.“ Að sögn Sturlu gera áætlanir Deltagen Iceland ráð fyrir meiri vinnslu á hráefninu en sé í þörungavinnslunni á Reykhólum. „Þeir hjá Reykhólaverksmiðjunni eru að nýta þetta í mjöl en hjá Deltagen eru þeir að tala um að vinna þetta einhverjum þrepum lengra.“ Sturla segir um að ræða samstarfsverkefni sem menn séu áhugasamir um að verði að veruleika. „Við eigum í mjög jákvæðum viðræðum,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Okkur líst prýðilega á þetta en það þarf undirbúning,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um hugmyndir um þörungavinnslu í bænum. Írskir eigendur Kalkþörungafélagsins í Bíldudal hafa kynnt áform um að skera þang og þörunga í Breiðafirði til vinnslu í Stykkishólmi undir merkjum félagsins Deltagen Iceland.Þörungavinnsla hófst á Reykhólum árið 1986, fyrir nærri þrjátíu árum.Fréttablaðið/GVASturla Böðvarsson segir viðræðurnar við forsvarsmenn Deltagen meðal annars hafa snúist um staðsetningu vinnslunnar. Rætt hafi verið um stað nærri hafnaraðstöðu í námunda við skipasmíðastöðina. „Það er verið að tala um fimmtán til átján manna vinnustað. Þar að auki eru þeir sem sinna þangslætti og söfnun á þangi og þróunar- og tæknivinnu og öðrum störfum sem fylgja. Þetta er í samræmi við þeirra áætlanir sem þeir hafa kynnt fyrir okkur og ég hef kynnt í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd og umhverfisnefnd,“ segir Sturla.Sturla BöðvarssonBæjarstjórinn segir bæði þurfa að skoða málið út frá skipulagslegu sjónarhorni og út frá markmiðum um nýtingu auðlinda í Breiðafirði. „Það er talið að það sé tiltölulega lítill partur sem er nýttur,“ segir Sturla sem undirstrikar að málið sé á frumstigi og að stigið verði varlega til jarðar. „Þessir erlendu aðilar virðast átta sig mjög vel á því hvaða kröfur eru gerðar til umhverfismála og annars hér hjá okkur.“ Að sögn Sturlu gera áætlanir Deltagen Iceland ráð fyrir meiri vinnslu á hráefninu en sé í þörungavinnslunni á Reykhólum. „Þeir hjá Reykhólaverksmiðjunni eru að nýta þetta í mjöl en hjá Deltagen eru þeir að tala um að vinna þetta einhverjum þrepum lengra.“ Sturla segir um að ræða samstarfsverkefni sem menn séu áhugasamir um að verði að veruleika. „Við eigum í mjög jákvæðum viðræðum,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira