Innlent

Kennsla í grunnskólum í Árborg fellur niður eftir hádegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmargar stofnanir sveitarfélagsins Árborgar loka eftir hádegi
Fjölmargar stofnanir sveitarfélagsins Árborgar loka eftir hádegi Vísir/GVA
Vegna slæmrar veðurspár verður röskun á starfsemi Sveitarfélagsins Árborgar í dag. Öll kennsla í grunnskólum fellur niður eftir hádegi og gera má ráð fyrir að þjónusta vegna snjómokstur falli niður á meðan versta veðrið gengur yfir.

Gert er ráð fyrir að veðrið skelli fyrst á Suðurlandi og er ekki ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12:00 á hádegi. Skólaakstur í Árborg verður með breyttu sniði og verður börnum sem fá skólaakstur ekið heim í hádeginu.

Óskað er eftir því að foreldrar sæki börn á leikskóla og skólavistun í hádeginu, þau börn sem ekki verða sótt verða í öruggri gæslu starfsmanna, en gera má ráð fyrir að ekkert ferðaveður verði þegar líður á daginn og að ekki verði unnt að halda götum opnum.

Eftirfarandi stofnanir verða einnig lokaðar eftir hádegi: Sundhöll Selfoss, Sundlaug Stokkseyrar, bókasöfnin á Eyrarbakka, Selfossi og Stokkseyri, Kotið, VISS, gámasvæði, dagdvalir í Vallholti og Grænumörk, skrifstofa framkvæmda- og veitusviðs, íþróttahús Vallaskóla og íþróttahúsið Baula.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×