Einar Magnús um nöfn á óveðrum: Væri að æra óstöðugan að nefna hverja lægð Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2015 11:28 Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, þá gæti nafngift hjálpað til og auðveldað alla umræðu. Mynd/Belgingur Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan. Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan.
Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira