Fólki sama um merktar gjafir fanney birna jónsdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Mikill meirihluti vill að Kiwanis og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum merkta reiðhjólahjálma. Reglur Reykjavíkurborgar um gjafir koma í veg fyrir slíkt. Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar. Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar.
Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01