„Erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 12:39 Pawel Bartoszek bendir á að framlög Íslands til varnarmála árið 2013 hafi verið 450 milljónir króna og voru framlögin til NATO tveir þriðju af því. Vísir/Vilhelm/AFP „Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það," segir Pawel Bartoszek í pistli sínum um NATO-aðild Íslendinga. Í pistlinum fer Pawel yfir kosti þess að vera í NATO. Hann segir að það sé ekki óhugsandi að tekist verði á um veru Íslendinga í bandalaginu á þingi og telur að það sé meiri ástríða í hópi þeirra sem vilji ganga úr NATO en hinna sem vilja að Ísland verði áfram aðildarríki.Mun lægri útgjöld til hernaðarmála Pawel bendir á að framlög Íslands til varnarmála árið 2013 hafi verið 450 milljónir króna og voru framlögin til NATO tveir þriðju af því. „Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir. Og þau ríki sleppa ekki við að þurfa að senda fólk sitt í herinn, að minnsta kosti endrum og eins.“ Hann heldur áfram: „Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það. Í dæmisögunni að ofan fáum við sem sagt að sleppa við að fara í herinn fyrir 1.500 kr. á ári. Hvort okkur sé yfirhöfuð siðferðislega stætt á því að borga öðrum fyrir að leggja líf sitt í hættu til að tryggja okkar öryggi er vissulega áleitin siðferðisleg spurning. En eitt er víst: Dýrt er þetta nú ekki.“Íslenskur veruleiki annar en úti í heimi Í pistli sínum kemur Pawel einnig inn á íslenskan veruleika og bendir á að víðast hvar annarsstaðar í heiminum ríki herskylda. „Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: „Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum. Svo ætlum við að biðja þig um að mæta upp á Ásbrú. Þjálfunin mun fara fram þar.“ Hann heldur áfram með dæmið: „Við segjum: „Bíddu, bíddu, bíddu. Nei, nei. Það gengur ekki. Ég er með plön og svoleiðis. Ég var á leiðinni til útlanda. Má þetta?” Þeir segja: „Já, þú veist hvernig ástandið er í heiminum. Við þurfum að vera í viðbragðsstöðu. Það var haldinn dráttur og nafn þitt kom upp. Engar áhyggjur, þú færð borgað og allt. Og getur farið heim eftir hvern dag. Nema að þú viljir gista uppi á velli. Þá er það líka í boði.“ Pawel segir mikilvægt að huga að varnarmálum, þó svo að mikill friður ríki í heiminum. En segir að það megi ekki sofna á verðinum. „Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki. Sem betur fer er ástandið þannig nú að flestar innrásarsviðsmyndir þar sem Ísland kemur við sögu fá þann sem setur þær fram til að líta út eins og ofsóknarbrjálæðing. En hlutir geta breyst hratt. Það er ekki góð hugmynd að bíða með að fá sér brunatryggingu þangað til kviknað er í húsinu við hliðina.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það," segir Pawel Bartoszek í pistli sínum um NATO-aðild Íslendinga. Í pistlinum fer Pawel yfir kosti þess að vera í NATO. Hann segir að það sé ekki óhugsandi að tekist verði á um veru Íslendinga í bandalaginu á þingi og telur að það sé meiri ástríða í hópi þeirra sem vilji ganga úr NATO en hinna sem vilja að Ísland verði áfram aðildarríki.Mun lægri útgjöld til hernaðarmála Pawel bendir á að framlög Íslands til varnarmála árið 2013 hafi verið 450 milljónir króna og voru framlögin til NATO tveir þriðju af því. „Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir. Og þau ríki sleppa ekki við að þurfa að senda fólk sitt í herinn, að minnsta kosti endrum og eins.“ Hann heldur áfram: „Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það. Í dæmisögunni að ofan fáum við sem sagt að sleppa við að fara í herinn fyrir 1.500 kr. á ári. Hvort okkur sé yfirhöfuð siðferðislega stætt á því að borga öðrum fyrir að leggja líf sitt í hættu til að tryggja okkar öryggi er vissulega áleitin siðferðisleg spurning. En eitt er víst: Dýrt er þetta nú ekki.“Íslenskur veruleiki annar en úti í heimi Í pistli sínum kemur Pawel einnig inn á íslenskan veruleika og bendir á að víðast hvar annarsstaðar í heiminum ríki herskylda. „Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: „Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum. Svo ætlum við að biðja þig um að mæta upp á Ásbrú. Þjálfunin mun fara fram þar.“ Hann heldur áfram með dæmið: „Við segjum: „Bíddu, bíddu, bíddu. Nei, nei. Það gengur ekki. Ég er með plön og svoleiðis. Ég var á leiðinni til útlanda. Má þetta?” Þeir segja: „Já, þú veist hvernig ástandið er í heiminum. Við þurfum að vera í viðbragðsstöðu. Það var haldinn dráttur og nafn þitt kom upp. Engar áhyggjur, þú færð borgað og allt. Og getur farið heim eftir hvern dag. Nema að þú viljir gista uppi á velli. Þá er það líka í boði.“ Pawel segir mikilvægt að huga að varnarmálum, þó svo að mikill friður ríki í heiminum. En segir að það megi ekki sofna á verðinum. „Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki. Sem betur fer er ástandið þannig nú að flestar innrásarsviðsmyndir þar sem Ísland kemur við sögu fá þann sem setur þær fram til að líta út eins og ofsóknarbrjálæðing. En hlutir geta breyst hratt. Það er ekki góð hugmynd að bíða með að fá sér brunatryggingu þangað til kviknað er í húsinu við hliðina.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira