Meira í ríkiskassann og minna í vasa neytenda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. janúar 2015 09:30 Aukin eftirspurn eftir tollfrjálsum kvóta hækkar verð sem veltur út í verðlagið. Fréttablaðið/Anton Brink Samanburður á tollfrjálsum innflutningskvóta á búvörum frá ESB-ríkjum fyrir árin 2014 og 2015 leiðir í ljós aukna eftirspurn og hærra verð á kvótum. Verð á innflutningskvóta fyrir pylsur, eldaða kjötvöru og þurrkað og reykt kjöt hækkar um 20-30%. Þessi hækkun fer út í verðlagið og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, segir ávinninginn minni fyrir neytandann. „Tilgangur með tollfrjálsum innflutningskvóta var að hleypa hér inn landbúnaðarvörum á lágmarksgjöldum, neytendum til hagsbóta. Sá tilgangur er algjörlega farinn fyrir bí vegna aukinnar eftirspurnar og fyrirkomulags sem er á kaupunum,“ segir Magnús. Hann segir þann sem sækir um tollkvóta taka mikla áhættu. „Hann veit ekki hvað hann mun fá mikinn kvóta. Honum er úthlutað eftir því hver eftirspurnin var og þarf að auki að greiða allan kvótann eftir sjö daga. Þetta þýðir að þú ert búinn að kaupa kvóta í lok árs og skuldbinda þig til að flytja inn á kaupverðinu á árinu á eftir. Ég tel að þetta stangist á við stjórnarskrá, það er að segja, að borga tolla, skatta og gjöld áður en tekjuöflunin verður. Það þarf lítið til að brenna inni með tollkvóta sem þú ert búinn að fyrirframgreiða,“ segir Magnús og segir seljendur almennt gera ráð fyrir þessari áhættu í verðlagningu vörunnar. Þannig skili ágóðinn sér enn síður til neytenda. Félag atvinnurekenda hefur gert samanburð á niðurstöðum útboða á tollfrjálsum innflutningskvóta á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu fyrir árin 2014 og 2015, sem sjá má hér.Slæmt fyrir neytandann Fyrirkomulag á tollfrjálsum kvótum er óhentugt og ágóðinn fyrir neytandann er lítill, að sögn Magnúsar Óla Ólafssonar, forstjóra heildverslunarinnar Innness.Magnús segir fram undan að láta reyna á lögmæti þess hvernig kvótum er úthlutað. „Telur ríkisvaldið þá ekki eðlilegt að endurskoða allt þetta fyrirkomulag?“ spyr Magnús. „Er ekki betra að lækka tolla almennt og hvetja til samkeppni? Ef þeir ætla að halda áfram þessu fyrirkomulagi þá er erfitt að átta sig á því hvernig það á að vera. Hvernig ætla þeir að úthluta þeim? Ætla þeir að hafa bingó eða happdrætti? Eða munu fyrirtæki sækja um á öllum þeim kennitölum sem þau geta? Þetta býður upp á brask.“ Hann telur fyrirkomulagið geta verið brot á samkeppnislögum því það geri litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. „Þú þarft að vera með bankaábyrgð til að kaupa kvóta, það gerir litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Innnes nýtur þess að vera stórt fyrirtæki þegar kemur að þessu en við gerum samt athugasemd við þetta. Það má spyrja sig hvort þetta standist samkeppnislög.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Samanburður á tollfrjálsum innflutningskvóta á búvörum frá ESB-ríkjum fyrir árin 2014 og 2015 leiðir í ljós aukna eftirspurn og hærra verð á kvótum. Verð á innflutningskvóta fyrir pylsur, eldaða kjötvöru og þurrkað og reykt kjöt hækkar um 20-30%. Þessi hækkun fer út í verðlagið og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, segir ávinninginn minni fyrir neytandann. „Tilgangur með tollfrjálsum innflutningskvóta var að hleypa hér inn landbúnaðarvörum á lágmarksgjöldum, neytendum til hagsbóta. Sá tilgangur er algjörlega farinn fyrir bí vegna aukinnar eftirspurnar og fyrirkomulags sem er á kaupunum,“ segir Magnús. Hann segir þann sem sækir um tollkvóta taka mikla áhættu. „Hann veit ekki hvað hann mun fá mikinn kvóta. Honum er úthlutað eftir því hver eftirspurnin var og þarf að auki að greiða allan kvótann eftir sjö daga. Þetta þýðir að þú ert búinn að kaupa kvóta í lok árs og skuldbinda þig til að flytja inn á kaupverðinu á árinu á eftir. Ég tel að þetta stangist á við stjórnarskrá, það er að segja, að borga tolla, skatta og gjöld áður en tekjuöflunin verður. Það þarf lítið til að brenna inni með tollkvóta sem þú ert búinn að fyrirframgreiða,“ segir Magnús og segir seljendur almennt gera ráð fyrir þessari áhættu í verðlagningu vörunnar. Þannig skili ágóðinn sér enn síður til neytenda. Félag atvinnurekenda hefur gert samanburð á niðurstöðum útboða á tollfrjálsum innflutningskvóta á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu fyrir árin 2014 og 2015, sem sjá má hér.Slæmt fyrir neytandann Fyrirkomulag á tollfrjálsum kvótum er óhentugt og ágóðinn fyrir neytandann er lítill, að sögn Magnúsar Óla Ólafssonar, forstjóra heildverslunarinnar Innness.Magnús segir fram undan að láta reyna á lögmæti þess hvernig kvótum er úthlutað. „Telur ríkisvaldið þá ekki eðlilegt að endurskoða allt þetta fyrirkomulag?“ spyr Magnús. „Er ekki betra að lækka tolla almennt og hvetja til samkeppni? Ef þeir ætla að halda áfram þessu fyrirkomulagi þá er erfitt að átta sig á því hvernig það á að vera. Hvernig ætla þeir að úthluta þeim? Ætla þeir að hafa bingó eða happdrætti? Eða munu fyrirtæki sækja um á öllum þeim kennitölum sem þau geta? Þetta býður upp á brask.“ Hann telur fyrirkomulagið geta verið brot á samkeppnislögum því það geri litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. „Þú þarft að vera með bankaábyrgð til að kaupa kvóta, það gerir litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Innnes nýtur þess að vera stórt fyrirtæki þegar kemur að þessu en við gerum samt athugasemd við þetta. Það má spyrja sig hvort þetta standist samkeppnislög.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira