Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal þeirra sem tóku þátt í The Color Run Íslandi. Vísir/GVA
Mikil hamingja hefur ríkt í Reykjavíkurborg í dag þökk sé hinu margumrædda litahlaupi, eða The Color Run Íslandi. Á áttunda þúsund hlaupara skráðu sig til leiks og voru baðaðir upp úr litum þannig að sjónarspilið varð ansi hreint magnað.
Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá borgarstjóra Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni, og útvarpsmanninum Gulla Helga þegar litum var dempt yfir skarann og er sjón sögu ríkari.