Enski boltinn

Tottenham glutraði niður tveggja marka forystu gegn Stoke

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Tottenham súrir.
Leikmenn Tottenham súrir. Vísir/Getty
Norwich og Leicester unnu góða sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en hluti af annari umferðinni fór fram í dag. Watford og WBA annars vegar og Tottenham og Stoke hins vegar skildu jöfn.

Norwich rúllaði yfir Sunderland á útivelli í dag. Russell Martin, Steven Whittaker og Nathan Redmond voru á skotskónum, en Norwich tapaði í fyrstu umferðinni. Sunderland er án stiga eftir leikina tvo.

Tottenham glutraði niður tveggja marka forystu gegn Stoke á heimavelli. Tottenham var komið í 2-0, en Marki Arnautovic og Mame Biram Diouf komu til baka. Bæði lið eru með eitt stig eftir leikina tvo.

Watford og WBA gerðu markalaust jafntefli, en Watford hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. WBA er með eitt stig eftir tvo leiki.

Leicester byrjar frábærlega í ensku úrvalsdeildnini þetta árið, en Leicester er með sex stig eftir leikina tvo eftir sigur á West Ham. West Ham náði ekki að fylgja á eftir góðum sigri á Arsenal.

Úrslit og markaskorarar:

Sunderland - Norwich 1-3

0-1 Russell Martin (26.), 0-2 Steven Whittaker (38.), 0-3 Nathan Redmond (58.), 1-3 Duncan Watmore (88.).

Tottenham - Stoke 2-2

1-0 Eric Dier (19.), 2-0 Nacer Chadli (45.), 2-1 Marko Arnautovic - víti (78.), 2-2 Mama Biram Diouf (83.).

Watford - WBA 0-0

West Ham - Leicester 1-2

0-1 Shinji Okazaki (27.), 0-2 Riyad Mahrez (38.), 1-2 Dimitri Payet (55.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×