Enski boltinn

Auðvelt hjá Swansea | Sjáðu mörkin og þrumuskot Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Swansea byrjar vel í ensku úrvalsdeildinni þetta leiktímabilið, en liðið er með fjögur stig eftir 2-0 sigur á Newcastle í dag.

Bafetimbi Gomis kom Swansea yfir á níundu mínútu leiksins eftir sendingu frá Jonjo Shelvey. Daryl Janmaat var svo rekinn af velli rétt fyrir hálfleik eftir tvö glórulaus brot.

Andre Ayew tvöfaldaði forystu Swansea í síðari hálfleik og Gylfi Sigurðsson var nærri því að koma Swansea í 2-0 þegar hann þrumaði boltanum í slá, en inn vildi boltinn ekki.

Lokatölur 2-0, en Gylfi var tekinn af velli á 86. mínútu. Swansea er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en Newcastle er með eitt.

Mörkin úr leiknum og þrumuskot Gylfa má sjá hér að neðan.

2-0: Þrumuskot Gylfa:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×