Enski boltinn

Sjáðu Tottenham glutra niður tveggja marka forystu | Öll mörk dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og var nokkuð um óvænt úrslit, en alls voru sextán mörk skoruð í leikjunum fimm.

Everton opnaði daginn á því að vinna öruggan 3-0 sigur á Southampton, en Norwich, Swansea og Leicester unnu einnig sigra í dag.

Watford og WBA skildu jöfn sem og Tottenham og Stoke City, en öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Í sjónvarpsglugganum hér að ofan má sjá öll mörk dagsins í lýsingu Rikka G.

Úrslit og markaskorarar:

Southampton - Everton 0-3

0-1 Romelu Lukaku (22.), 0-2 Romelu Lukaku (45.), 0-3 Ross Barkley (84.).

Sunderland - Norwich 1-3

0-1 Russell Martin (26.), 0-2 Steven Whittaker (38.), 0-3 Nathan Redmond (58.), 1-3 Duncan Watmore (88.).

Swansea - Newcastle United 2-0

1-0 Bafetimbi Gomis (9.), 2-0 Andre Ayew (52.).

Tottenham - Stoke 2-2

1-0 Eric Dier (19.), 2-0 Nacer Chadli (45.), 2-1 Marko Arnautovic - víti (78.), 2-2 Mama Biram Diouf (83.).

Watford - WBA 0-0

West Ham - Leicester 1-2

0-1 Shinji Okazaki (27.), 0-2 Riyad Mahrez (38.), 1-2 Dimitri Payet (55.).


Tengdar fréttir

Tottenham glutraði niður tveggja marka forystu gegn Stoke

Norwich og Leicester unnu góða sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en hluti af annari umferðinni fór fram í dag. Watford og WBA annars vegar og Tottenham og Stoke hins vegar skildu jöfn.

Sanngjarn sigur Everton á Southampton | Sjáðu mörkin

Everton vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar liðið bar sigurorð af Southampton í hádegisleik dagsins, 3-0. Romelu Lukaku og Ross Barkley voru á skotskónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×