Enski boltinn

Sanngjarn sigur Everton á Southampton | Sjáðu mörkin

Everton vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar liðið bar sigurorð af Southampton í hádegisleik dagsins, 3-0. Romelu Lukaku og Ross Barkley voru á skotskónum.

Lukaku kom Everton yfir á 22. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Arouna Kone. Lukaku var aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks, en þá skoraði Lukaku eftir undirbúning Ross Barkley.

Staðan var 0-2 í hálfleik, en í síðari hálfleik reyndu heimamenn allt hvað þeir gátu til að minnka muninn. Allt kom fyrir ekki og Ross Barkley kórónaði frábæran leik sinn með þriðja marki Everton. Lokatölur 3-0.

Everton er því með fjögur stig eftir leikina tvo sem búnir eru, en Southampton er með eitt. Everton er á leiðinni í erfiða leikjahrinu svo sigurinn var afar kærkominn.

0-2: 0-3:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×