Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára hefur notað ólögleg fíkniefni Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2015 08:00 Varsla og viðskipti með hass og maríjúana eru ólögleg. VÍSIR/PJÉTUR Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira