Enski boltinn

Áskrift að sportstöðvunum í verðlaun hjá Gumma Ben

Gummi Ben snýr aftur með þáttinn Manstu? á Stöð 2 Sport 2 þann 19. júní næstkomandi.

Margir muna eflaust eftir þættinum sem hefur áður verið á dagskrá stöðvarinnar en þar berjast tvö lið um sigurinn.

Þátturinn er á léttum nótum og gleðin ávallt í fyrirrúmi. 

Í tilefni þess að þátturinn er að byrja hendir Gummi í eina lauflétta myndagátu þar sem hann spyr um mann. Það er til mikils að vinna en fimm af þeim sem svara spurningunni rétt fá að launum gjafabréf sem innihalda mánaðaráskrift að Sportpakkanum.

Hægt er að svara spurningunni hér fyrir neðan.

Uppfært 16.6.

Dregið hefur verið úr innsendum svörum og hlutu eftirfarandi vinning:

Andri Þór Tryggvason

Böðvar Nielsen

Jóhann Sveinsson

Þórdís Ólafsdóttir

Guðrún E Árnadóttir

Við þökkum lesendum kærlega fyrir þátttökuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×