Lífið

Eiginkona Mark Zuckerberg á von á barni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Zuckerberg og Chan
Zuckerberg og Chan vísir/getty
Priscilla Chan og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, eiga von á stúlku. Þessu sagði Zuckerberg frá á, jú en ekki hvar, Facebook.

„Við höfum reynt að eignast barn í nokkur ár og í þrígang höfum við misst fóstur,“ skrifar Zuckerberg. „Við Cilla höfum fengið tækifæri til að hjálpa fólki um alla veröld – hún sem læknir og kennari og ég gegnum Facebook. Nú munum við einbeita okkur að því að búa til betri heim fyrir barnið okkar og komandi kynslóðir.“

„Þegar þú átt von á barni þá byrjarðu að hugsa um það. Hvernig það verður og hugsar um framtíð þess. Þú byrjar strax að búa til plön og svo allt í einu er það horfið. Það er mjög erfitt,“ skrifar hann.

Priscilla og Zuckerberg giftust árið 2012. Meðganga hennar er komin það langt að þau telja öruggt að segja frá erfingjanum núna. Hann bætir einnig við að hundur þeirra hafi ekki hugmynd um hvað sé á leiðinni.

Priscilla and I have some exciting news: we're expecting a baby girl!This will be a new chapter in our lives. We've...

Posted by Mark Zuckerberg on Friday, 31 July 2015

Tengdar fréttir

1,49 milljarðar manna nota Facebook

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samskiptarisans Facebook, birti í gær tölfræði um notkun á samskiptamiðlum og þjónustum í hans eigu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.