Kristinn nálægt því að skora og leggja upp mark í fyrsta leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2015 07:00 Kristinn Steindórsson spilaði ágætlega en það dugði ekki til í nótt. mynd/columbus crew Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew þurftu að sætta sig við tap, 1-0, á útivelli gegn Houston Dynamo í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Columbus-liðið var mikið betri aðilinn í leiknum. Það var með boltann ríflega 60 prósent leiksins og átti sex skot á markið en inn vildi boltinn ekki. Markalaust var í hálfleik, en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var Kristinn nálægt því að leggja upp mark. Hann sendi þá kamerúnska miðjumanninn Tony Tchani í gegn með flottri sendingu eftir veggspil en Tyler Deric í marki Houston varði af stuttu færi. Deric átti eftir að reynast Columbus-mönnum erfiður ljár í þúfu. Hann varði tveimur mínútum seinna skalla frá Kei Kamara af fjögurra metra færi. Alveg mögnuð markvarsla. Markvörðurinn var ekki hættur því hann kom í veg fyrir að Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta mark í MLS-deildinni í sínum fyrsta leik með annarri magnaðri markvörslu. Kristinn átti þá viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf frá hægri en Deric skellti sér í grasið og stýrði boltanum út fyrir stöngina. Deric, sem er 26 ára gamall, var fyrsti uppaldi leikmaðurinn í sögu Houston Dynamo til að spila leik fyrir aðaliðið árið 2010. Hann var þá jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu MLS-deildarinnar (stofnuð 1996) sem komst úr unglingaakademíu í aðallið félags. Markvörslur Deric skiluðu sér svo sannarlega. Það var í næstu sókn eftir færið hjá Kristni sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins. Það gerði enski framherjinn Giles Barnes með föstu skoti upp í þaknetið úr teignum. Varnarleikur gestanna í aðdraganda marksins var þó ekki til útflutnings. Þetta mark tryggði Houston sigurinn, 1-0. Kristinn spilaði 80 mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en var mjög góður í þeim síðari og hefði með smá heppni getað skorað eitt og lagt upp annað. Columbus Crew spilar næstu tvo leiki á heimavelli. Það mætir Jozy Altidore og félögum í Toronto FC eftir viku og svo stórliði New York Red Bulls viku síðar. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. Dauðafærið hjá Kristni kemur eftir eina mínútu og 30 sekúndur. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew þurftu að sætta sig við tap, 1-0, á útivelli gegn Houston Dynamo í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Columbus-liðið var mikið betri aðilinn í leiknum. Það var með boltann ríflega 60 prósent leiksins og átti sex skot á markið en inn vildi boltinn ekki. Markalaust var í hálfleik, en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var Kristinn nálægt því að leggja upp mark. Hann sendi þá kamerúnska miðjumanninn Tony Tchani í gegn með flottri sendingu eftir veggspil en Tyler Deric í marki Houston varði af stuttu færi. Deric átti eftir að reynast Columbus-mönnum erfiður ljár í þúfu. Hann varði tveimur mínútum seinna skalla frá Kei Kamara af fjögurra metra færi. Alveg mögnuð markvarsla. Markvörðurinn var ekki hættur því hann kom í veg fyrir að Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta mark í MLS-deildinni í sínum fyrsta leik með annarri magnaðri markvörslu. Kristinn átti þá viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf frá hægri en Deric skellti sér í grasið og stýrði boltanum út fyrir stöngina. Deric, sem er 26 ára gamall, var fyrsti uppaldi leikmaðurinn í sögu Houston Dynamo til að spila leik fyrir aðaliðið árið 2010. Hann var þá jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu MLS-deildarinnar (stofnuð 1996) sem komst úr unglingaakademíu í aðallið félags. Markvörslur Deric skiluðu sér svo sannarlega. Það var í næstu sókn eftir færið hjá Kristni sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins. Það gerði enski framherjinn Giles Barnes með föstu skoti upp í þaknetið úr teignum. Varnarleikur gestanna í aðdraganda marksins var þó ekki til útflutnings. Þetta mark tryggði Houston sigurinn, 1-0. Kristinn spilaði 80 mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en var mjög góður í þeim síðari og hefði með smá heppni getað skorað eitt og lagt upp annað. Columbus Crew spilar næstu tvo leiki á heimavelli. Það mætir Jozy Altidore og félögum í Toronto FC eftir viku og svo stórliði New York Red Bulls viku síðar. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. Dauðafærið hjá Kristni kemur eftir eina mínútu og 30 sekúndur.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira