Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-verðlaunin sín. Vísir/getty Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna. Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. „Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór. Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann. Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18 Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20 Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin á sunnudag, en þau hlaut hann fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. Jóhann er tilnefndur í sama flokki til bresku BAFTA-verðlaunanna og á fimmtudag kemur í ljós hvort hann sé í hópi tilnefndra til sjálfra Óskarsverðlaunanna. Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars orgel-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. „Ég er auðvitað í skýjunum og samgleðst mínum manni innilega en ég get ekki sagt að ég sé hissa. Ég átti sko alveg von á þessu og er ansi hræddur um að Óskar frændi sé handan við hornið,“ segir Páll Óskar. Jóhann vann meðal annars með honum að Stuð-plötunni ásamt Sigurjóni Kjarntanssyni, félaga hans úr HAM. „Við vorum þá í stúdíóinu hans á Bræðraborgarstíg sem hét Nýjasta tækni og vísindi. Jói hefur alltaf viljað vera maðurinn á bakvið tjöldin og þarna er hann svo sannarlega á heimavelli í kvikmyndatónlistinni. Ég er virkilega stoltur af honum,“ segir Páll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. „Ég er bara alveg í sjöunda himni. Þetta eru sterkar vísbendingar um það að hann verði tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Friðrik Þór. Hann vonar að þessi verðlaun hristi upp í kvikmyndaiðnaðinum hér heima. „Það er vonandi að þetta verði til að við náum athygli pólitíkusanna. Það er greinilegt að listamennirnir eru farnir að flýja land,“ segir hann.
Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18 Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20 Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Golden Globe: Hverjir unnu verðlaun? Visir fer yfir hverjir unnu hvað á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. 12. janúar 2015 10:18
Hvernig líta stjörnurnar á Golden Globe út á Instagram? Myndir af stjörnunum á Instagram gefa nýja og skemmtilega sýn á hátíðina. 12. janúar 2015 16:20
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Jóhannsson the first Icelander to receive a Golden Globe award Icelandic musician Jóhann Jóhannsson won the Best Original Score Golden Globe for "The Theory of Everything" 12. janúar 2015 10:27
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15