Bæjarhátíð Seltjarnarness haldin í fjórða sinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 12:30 Brekkusöngurinn verður haldinn í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason mun frumflytja lagið Seltjarnarnes en hér er hann ásamt Jóakim, einum skipuleggjanda hátíðarinnar, og Herði Bjarkasyni sem stígur einnig á svið. Vísir/AntonBrink „Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira