Bæjarhátíð Seltjarnarness haldin í fjórða sinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 12:30 Brekkusöngurinn verður haldinn í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason mun frumflytja lagið Seltjarnarnes en hér er hann ásamt Jóakim, einum skipuleggjanda hátíðarinnar, og Herði Bjarkasyni sem stígur einnig á svið. Vísir/AntonBrink „Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00. Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00.
Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira