Bæjarhátíð Seltjarnarness haldin í fjórða sinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 12:30 Brekkusöngurinn verður haldinn í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason mun frumflytja lagið Seltjarnarnes en hér er hann ásamt Jóakim, einum skipuleggjanda hátíðarinnar, og Herði Bjarkasyni sem stígur einnig á svið. Vísir/AntonBrink „Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
„Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira