Fréttamaður gagnrýndur fyrir að spyrja Svíaprinsessu um fortíð afa hennar Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2015 20:37 Viktoría Svíaprinsessa Getty Fréttamaður sænska ríkissjónvarpsins hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa spurt Viktoríu Svíaprinsessu um fortíð fjölskyldu hennar við minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi í gær. Viktoría var á meðal þeirra sem minntust þess að 70 ár eru frá því að her Sovétríkjanna frelsaði þá sem voru í haldi nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. „Hefur þú velt fyrir þér sögu fjölskyldu þinnar,“ spurði Rolf Fredriksson, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, Svíaprinsessuna sem stóð við hlið tveggja eftirlifenda helfararinnar. „Þú átt ættingja sem studdu nasista,“ sagði Fredriksson við Viktoríu áður en hann rifjaði upp afrek frænda hennar Folke Bernadotte sem bjargaði þúsundum úr útrýmingarbúðum nasista. Prinsessan svaraði ekki spurningunni beint en sagði: „Nasismi er eitt það versta í mannkynssögunni.“ Talsmenn sænsku konungshallarinnar hafa gagnrýnt þessa spurningu fréttamannsins og þá var hún einnig gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Rolf Fredriksson varði spurninguna á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna Viktoríu um afglöp fyrri kynslóða en henni bæri að svara fyrir það. Móðir Viktoríu, Silvía Svíadrottning, fæddist í Þýskalandi árið 1943 en hún er dóttir Walthers Sommerlath og Alice de Toledo Sommerlath. Walther gekk til liðs við nasistaflokkinn árið 1934 en hann var sakaður um að hafa tekið þátt í herferð gegn gyðingum eftir að hann keypti málmsmíðistöð gyðings langt undir markaðsvirði. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fréttamaður sænska ríkissjónvarpsins hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa spurt Viktoríu Svíaprinsessu um fortíð fjölskyldu hennar við minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi í gær. Viktoría var á meðal þeirra sem minntust þess að 70 ár eru frá því að her Sovétríkjanna frelsaði þá sem voru í haldi nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. „Hefur þú velt fyrir þér sögu fjölskyldu þinnar,“ spurði Rolf Fredriksson, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, Svíaprinsessuna sem stóð við hlið tveggja eftirlifenda helfararinnar. „Þú átt ættingja sem studdu nasista,“ sagði Fredriksson við Viktoríu áður en hann rifjaði upp afrek frænda hennar Folke Bernadotte sem bjargaði þúsundum úr útrýmingarbúðum nasista. Prinsessan svaraði ekki spurningunni beint en sagði: „Nasismi er eitt það versta í mannkynssögunni.“ Talsmenn sænsku konungshallarinnar hafa gagnrýnt þessa spurningu fréttamannsins og þá var hún einnig gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Rolf Fredriksson varði spurninguna á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna Viktoríu um afglöp fyrri kynslóða en henni bæri að svara fyrir það. Móðir Viktoríu, Silvía Svíadrottning, fæddist í Þýskalandi árið 1943 en hún er dóttir Walthers Sommerlath og Alice de Toledo Sommerlath. Walther gekk til liðs við nasistaflokkinn árið 1934 en hann var sakaður um að hafa tekið þátt í herferð gegn gyðingum eftir að hann keypti málmsmíðistöð gyðings langt undir markaðsvirði.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira