Fréttamaður gagnrýndur fyrir að spyrja Svíaprinsessu um fortíð afa hennar Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2015 20:37 Viktoría Svíaprinsessa Getty Fréttamaður sænska ríkissjónvarpsins hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa spurt Viktoríu Svíaprinsessu um fortíð fjölskyldu hennar við minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi í gær. Viktoría var á meðal þeirra sem minntust þess að 70 ár eru frá því að her Sovétríkjanna frelsaði þá sem voru í haldi nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. „Hefur þú velt fyrir þér sögu fjölskyldu þinnar,“ spurði Rolf Fredriksson, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, Svíaprinsessuna sem stóð við hlið tveggja eftirlifenda helfararinnar. „Þú átt ættingja sem studdu nasista,“ sagði Fredriksson við Viktoríu áður en hann rifjaði upp afrek frænda hennar Folke Bernadotte sem bjargaði þúsundum úr útrýmingarbúðum nasista. Prinsessan svaraði ekki spurningunni beint en sagði: „Nasismi er eitt það versta í mannkynssögunni.“ Talsmenn sænsku konungshallarinnar hafa gagnrýnt þessa spurningu fréttamannsins og þá var hún einnig gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Rolf Fredriksson varði spurninguna á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna Viktoríu um afglöp fyrri kynslóða en henni bæri að svara fyrir það. Móðir Viktoríu, Silvía Svíadrottning, fæddist í Þýskalandi árið 1943 en hún er dóttir Walthers Sommerlath og Alice de Toledo Sommerlath. Walther gekk til liðs við nasistaflokkinn árið 1934 en hann var sakaður um að hafa tekið þátt í herferð gegn gyðingum eftir að hann keypti málmsmíðistöð gyðings langt undir markaðsvirði. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Fréttamaður sænska ríkissjónvarpsins hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa spurt Viktoríu Svíaprinsessu um fortíð fjölskyldu hennar við minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi í gær. Viktoría var á meðal þeirra sem minntust þess að 70 ár eru frá því að her Sovétríkjanna frelsaði þá sem voru í haldi nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz. „Hefur þú velt fyrir þér sögu fjölskyldu þinnar,“ spurði Rolf Fredriksson, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, Svíaprinsessuna sem stóð við hlið tveggja eftirlifenda helfararinnar. „Þú átt ættingja sem studdu nasista,“ sagði Fredriksson við Viktoríu áður en hann rifjaði upp afrek frænda hennar Folke Bernadotte sem bjargaði þúsundum úr útrýmingarbúðum nasista. Prinsessan svaraði ekki spurningunni beint en sagði: „Nasismi er eitt það versta í mannkynssögunni.“ Talsmenn sænsku konungshallarinnar hafa gagnrýnt þessa spurningu fréttamannsins og þá var hún einnig gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Rolf Fredriksson varði spurninguna á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna Viktoríu um afglöp fyrri kynslóða en henni bæri að svara fyrir það. Móðir Viktoríu, Silvía Svíadrottning, fæddist í Þýskalandi árið 1943 en hún er dóttir Walthers Sommerlath og Alice de Toledo Sommerlath. Walther gekk til liðs við nasistaflokkinn árið 1934 en hann var sakaður um að hafa tekið þátt í herferð gegn gyðingum eftir að hann keypti málmsmíðistöð gyðings langt undir markaðsvirði.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira